Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 17
 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Töfrakvöld Hins íslenska töframannagildis verður haldið í Salnum í Kópa- vogi annað kvöld. Aðalgestur kvöldsins er sænski heimsmeistarinn Lennart Green en kynnir kvöldsins er Eiríkur Fjalar. Þá sýnir sr. Pétur Þorsteinsson hjá Óháða söfnuðinum atriði hnepptur í spennitreyju. Sýningin hefst klukkan 20. www.toframenn.is V innsla kvikmyndar um ferð tveggja íslenskra tattúmeistara til Fær- eyja sumarið 2009 er nú á lokastigi. Sigurður Páll Sig- urðsson, framleiðandi myndar- innar, segir þetta fyrst og fremst vera heimildarmynd um rokk og tattú en mótorhjólaferð frá Reykjavík til Færeyja, tónlistar- hátíðin G-festival og Ólafsvaka komi líka við sögu ásamt fleiru. „Þetta byrjaði nú allt á því að færeyskur vinur minn, sem var að spila hér á Airwaves, vildi fá sér tattú,“ segir Sigurður Páll. „Ég fór með hann til Jóns Páls Halldórssonar tattúmeistara og þar spannst umræða um hvað það væri bagalegt að engin tatt- ústofa væri í Færeyjum. Upp úr þessu kviknaði hjá mér sú hugmynd að hjálpa Jóni Páli og Fjölni Bragasyni tattúmeistara að komast í tattúútrás til Fær- eyja.“ Hugmyndin vatt upp á sig. Ákveðið var að festa ferðina á filmu og Sigurður Páll, Lárus Jónsson, leikstjóri myndarinn- ar, og Beggi Jónsson kvikmynda- tökumaður, sem allir eru miklir mótorhjólamenn, fengu þá hug- mynd að skella Fjölni yfirtattú- meistara á mótorhjól og filma á ferð um Færeyjar. Varð úr að hópur fólks tók sér far með Nor- rænu með mótorhjól og kvik- myndagræjur. Jón Páll flaug til Þórshafnar og íslenska tattú- útrásin var hafin. „Þetta er að sumu leyti heim- ildarmynd um tattú,“ segir Sig- urður Páll, „rakin saga þess og þróun og gefin góð ráð. En inn í fléttast líka tónlistarhátíðin G- festival, Ólafsvaka, ýmsir fær- eyskir siðir og allt ferðalagið alveg frá Reykjavík austur um land og síðan um Færeyjar. Þetta er eiginlega svona „road movie“ um rokk og tattú.“ Sigurður Páll framleiðir mynd- ina og er tökumaður ásamt Begga Jónssyni og Lárusi Jóns- syni, sem einnig leikstýrir mynd- inni, Eyrún Guðmundsdóttir klippir og tónlistin er frumsam- in af Agli Erni Rafnssyni. Gert er ráð fyrir að myndin verði um klukkutími að lengd en frumsýn- ingardagur er enn óákveðinn. fridrikab@frettabladid.is Kvikmynd um tattúútrás til Færeyja er á lokastigi. „Road movie“ um rokk og tattú, segir framleiðandinn. Tattúgengið leggst í víking. Frá vinstri: Sigurður Páll Sigurðsson, Guðmundur Týr Þórarinsson og Fjölnir Bragason. Rokk og tattú í Færeyjum DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari Kakíbuxur - 96% bómull / 4% stretch Bæjarlind 6 - Eddufelli 2 Sími 554-7030 Sími 557-1730 Með betri buxum í bænum Str. 36 - 56 Upp í mitti - 2 skálmavíddir Kíkið á heimsíðuna okkar www.rita.is Fasteignir.is er stærsti og ítarlegasti húsnæðisvefur á Íslandi, með yfir 16 .000 eignir á skrá. Eini vefurinn með allar sölueignir á skrá Lifandi og uppfærður leiguvefur Fjölbreyttar upplýsingar í boði fyrir kaupendur, seljendur og leigjendur Opin hús, myndasýningar og þjónustusíður fyrir húseigendur Þú færð góð ráð um fasteignaviðskipti og aðstoð við leigu á íbúð. Þú finnur draumaeignina þína á fasteignir.is. ...ég sá það á Vísi STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Fasteignir.is fylgir Fréttablaðinu á mánudögum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.