Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 20. október 2010 27 HANDBOLTI Akureyringar bókuðu sæti sitt í 16-liða úrslitum Eim- skipsbikarnum í gær í háspennu- leik gegn HK í Digranesinu en Akureyrarliðið vann leikinn 30- 29. Akureyringar héldu lengi vel forskoti í leiknum en náðu aldrei að hrista HK frá sér og munaði litlu að HK jafnaði á síðustu andar- tökum leiksins en skotið fór fram hjá. „Við erum mjög ánægðir með að vera komnir áfram eftir að hafa fengið mjög erfiða viðureign við HK og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu,“ sagði Oddur Grétars- son, leikmaður Akureyrar, en hann var markahæstur með 10 mörk. Akureyri var þegar búið að vinna einu sinni í Digranesi í vetur en liðið vann tólf marka sigur á HK í fyrstu umferð N1-deildar- innar á dögunum. „Þeir mættu brjálaðir til leiks og það var ekkert vanmat í gangi eftir fyrri leikinn, þeir eru búnir að vinna síðustu tvo leiki og úr varð hörkuleikur sem við erum mjög ánægðir með að vinna,“ sagði Oddur. „Þetta er búið að vera svona síð- ustu ár hjá okkur sem ég er búinn að vera í HK, við dettum út í fyrstu umferð,“ sagði Ólafur Bjarki Ragn- arsson, leikmaður HK. „Síðustu ár hafa liðin sem slá okkur út orðið bikarmeistarar en við vorum stað- ráðnir í að hefna fyrir síðasta leik sem þeir unnu nokkuð örugglega. Við náðum að bæta okkur þokka- lega en náðum ekki sigrinum,“ sagði Ólafur. - kpt Akureyri vann HK 30-29 í Eimskipsbikarnum í gær: Við dettum alltaf út í fyrstu umferð BARIST UM FRÁKASTIÐ Akureyringurinn Hörður Fannar Sigþórsson skutlar sér á eftir frákasti í leiknum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Stórliðin Chelsea, Arsenal, Real Madrid og Bayern München eru öll í frábærum málum í sínum riðlum í Meistaradeildinni þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Arsenal vann 5-1 stórsigur í toppslagnum í H-riðli og sigrar Real Madrid og Chelsea voru einnig öryggir. Bay- ern vann hins vegar einn ótrúleg- asta sigur kvöldsins en liðið rétt marði Cluj 3-2 á heimavelli þar sem Rúmenarnir skoruðu fjögur af fimm mörkum leiksins. Arsenal fór á kostum og burst- aði úkraínska liðið Shakhtar Don- etsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, markatöluna 14- 2 og með miklu betri innbyrðis- stöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Arsenal setti markamet en engu öðru liði hefur tekist að skora svona mörg mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í Meistara- deildinni. Real Madrid átti gamla metið sem var 12 mörk í upphafi 2002-03 tímabilsins. „Ég er á því að við höfum verið að spila á móti góðu liði. Við vorum bara beittir og spiluðum háklassa fótbolta. Við skoruð- um mörkin okkar vegna þess hrein- lega að þeir voru orðnir þreyttir á að elta boltann,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Alex Song og Samir Nasri komu Ars- enal í 2-0 áður en Cesc Fabregas skoraði úr víti í sínum fyrsta leik eftir meiðslin. Jack Wilshere og Marou- ane Chamakh juku muninn í 5-0 áður en varamaðurinn Eduar- do da Silva náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félög- um. Real Madr- id lét sér nægja að skora tvö mörk með mín- útu millibili í örugg- um 2-0 sigri á AC Milan í uppgjöri risanna í Evrópusögunni. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútu og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Real Madrid er með fullt hús og 5 stigum meira en AC Milan. Chelsea er einnig í góðum málum eftir 2-0 sigur á Spart ak í Moskvu í uppgjöri toppliðanna í F- riðlinum. Rússinn Yuri Zhirkov kom Chelsea í 1- 0 með frábæru skoti en hann var fyrsti Rússinn til að skora hjá rúss- nesku liði í Meist- aradeildinni. Nicolas Anelka skoraði seinna markið rétt fyrir hálfleik. Chelsea hefur þar með þriggja stiga for- skot á toppi F-rið- ilsins og státar af markatölunni 8-1. Bayern München er líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tap- aði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3- 2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum því tvö fyrstu mörk Bayern voru sjálfsmörk. ooj@frettabladid.is Markamet hjá Arsenal Chelsea, Arsenal, Real Madrid og Bayern München eru öll í frábærum málum með fullt hús eftir sigra í sínum leikjum í 3. umferð Meistaradeildarinnar í gær. Meistaradeildin í gær E: Roma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Borriello (21.), 1-2 Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.) E: Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark (32.), 2-1 Sjálfsmark (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.) F: Spartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.) F: Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.) G: Real Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Özil (14.) G: Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.) H: Arsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo (82.) H: Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.