Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. október 2010 3
Prjónablaðið Ýr 44 er fimmta
tölublaðið á árinu og jafnframt
það veglegasta. „Við erum jafnt
og þétt að auka íslenska hönnun
í blöðunum,“ segir Valdís Vífils-
dóttir, framkvæmdastjóri Tinnu,
sem gefur út prjónablaðið Ýr. Hún
segir Helgu Hreinsdóttur vera
aðalhönnuð Tinnu og lofar að á
næstu vikum komi Tinna til með
að kynna nýja línu af skrautmun-
um, hálsfestum
og aukahlut-
um sem Helga
hefur hannað.
Fleira er á
döfinni hjá
Tinnu því í
lok nóvember
kemur út sér-
stakt dúkku-
blað en áður,
eða í byrjun
nóvember, er jólablaðið
væntanlegt með fjölbreyttu föndri
og fylgihlutauppskriftum.
Valdís tók því vel að láta lesend-
um Fréttablaðsins í té einfalda
uppskrift til að kljást við næstu
daga. Hún er af skrautlegu sjali í
stærðinni 130x70 cm. Garnið sem
Valdís miðar við er Kunstgarn frá
Hjertegarn. Í sjalið fer ein dokka.
Hringprjónn númer 6 er notaður
til verksins og prjónfesta er: 17
lykkjur sléttprjón á prjóna nr. 6
= 10 cm
ÞRÍHYRNT SJAL
Munstur:
1. umferð: 1 kantlykkja slétt, aukið út
um 1 lykkju, *2 sléttar saman, sláið
bandinu upp á prjóninn*, endurtakið frá
* til * út umferðina, og endið á því að
auka út um 1 lykkju, 1 kantlykkja slétt.
2.- 12. umferð: slétt, munið að auka út
um 1 lykkju í 2. hverri umferð.
Fitjið upp 4 lykkjur á prjóna nr. 6, og
prjónið 1 umferð slétt = rangan á
sjalinu.
Næsta umferð: 1 kantlykkja slétt, aukið
út um 1 lykkju, prjónið slétt þangað til
1 lykkja er eftir, aukið út um 1 lykkju, 1
kantlykkja slétt.
Næsta umferð: Haldið áfram að auka
út í 2. hverri umferð 5 skipti til viðbótar,
endið með einni umferð á röngunni
= 14 lykkjur á prjóninum. Haldið núna
áfram og prjónið samkvæmt munstur-
útskýringu (munið útaukningu í 2. hverri
umferð), og prjónið þangað til það er
u.þ.b. 4 ½ metri eftir af garninu. Fellið
passlega laust af. Klippið á þráðinn og
gangið fallega frá endum.
Erum jafnt og þétt að
auka íslenska hönnun
Áhugi á prjónaskap er aldrei meiri en á haustin. Þá lengjast kvöldin jafnt og þétt og jólin eru fram undan
með þörf fyrir mjúka pakka. Því er fagnaðarefni þegar íslensk prjónablöð koma út. Ýr er það nýjasta.
Kunstgarnið er til í mörgum litum. Hér
eru aðrir tónar.
Rendurnar koma af sjálfu sér ef notað er rétta garnið. MYNDIR/TINNA
Smáratorgi + Kópavogi
Gleráreyrum + Akureyri
S. 580-0000 + www.a4.is
Gildir til 31. október 2010
Gegn framvísun þessa miða
færð þú 20% afslátt af
hannyrðabókum
hjá A4 Skrifstofu og skóla
Nýtt Dale prjónablað með íslenskri þýðingu
Uppskriftir fyrir 2-8 ára NÝTT
20%
AFSLÁT
TUR
Danski prjónahönnuðurinn: Helga Isager •
handprjón, spennandi prjónaaðferðir,
“Hannaðu þína eigin peysu”
Helga Jóna Þórunnardóttir frá Nálinni
kennir prjóntækni og frágang.
Ótrúlega spennandi námskeið
fyrir bæði byrjendur og vana prjónara.
Gisting og matur í nýuppgerðum
Kvennaskólanum í yndislegu umhverfi.
TEXTÍLSETUR ÍSLANDS
Kvennaskólanum Blönduósi
www.textilsetur.is • 894-9030
ALLA
MORGNA
FRÁ
6:45-10TOPPMORGNAR SVALI OGFÉLAGAR
Allt í einu er kuldinn farinn að bíta
og það kannski vonum seinna. Þessi
eyrnaskjól gætu því komið sér vel.
Hver þekkir ekki vandamálið með húfu
undir reiðhjólahjálmi? Ólöf Jónsdóttir
kjólameistari hefur leyst þann vanda
með þessum eyrnaskjólum. Í þeim er
yfirleitt þæfð ull eða ullarblanda í ytra
byrði og flís að innan. Síðan er fransk-
ur rennilás innan í til að halda þeim
saman.
Skrautið er ýmist perlur og steinar
eða eitthvað annað skemmtilegt. Þau
fást á vefnum www.litlubudirnar.is/is/
mos/309 í nytjahlutabúðinni og fleiri
litir eru fáanlegir.
Í haustveðráttu
Eyrnaskjólin bæði hlífa og punta
upp á. MYND/WWW.LITLUBUDIRNAR.IS
Ef heimatilbún-
ar gjafir eiga að
vera í jólapakk-
anum í ár er
nú tíminn til að
huga að því. Í ýmsum
hannyrðabúðum og á
Netinu má kaupa efni
til slíkra gjafa.
hannyrdir.is