Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 32
24 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR Heimildarmyndin Inside Job eftir Charles Fergu- son verður frumsýnd hér á landi byrjun nóv- ember. Myndin fjallar um efnahagshrunið sem reið yfir heimsbyggðina. Í samtali við Fréttablað- ið segist Ferguson vonast til að myndin varpi ljósi á hvað í raun og veru gerð- ist í aðdraganda fjármála- hamfaranna. Merkilegt nokk þá byrjar Inside Job á Íslandi. Charles Ferguson upplýsir að hann hafi dvalist hér í heila viku og tekið viðtöl við marga þjóðþekkta einstaklinga úr þjóð- málaumræðunni en að endingu hafi aðeins Gylfi Zoëga og Andri Snær Magnason ratað í myndina. Meðal þeirra sem voru klipptir út var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Við áttum gott klukkutímalangt spjall. Því miður komst viðtalið ekki fyrir en bútar úr því voru í fyrstu útgáfu mynd- arinnar. Ég reikna með að viðtals- búturinn verði á DVD-útgáfunni.“ Ferguson segir að dvöl sín hér á landi hafi verið einstök upplifun, hann hafi komið hingað í maí á síðasta ári og því upplifað hinar margrómuðu sumarnætur. Ástæðan fyrir því að Ísland er notað sem hálfgerður formáli að sjálfri myndinni er ósköp einföld, að sögn Fergusons. „Ísland er í raun og veru smækkuð og einföld útgáfa af því sem dró bandaríska efnahagskerfið niður; skortur á reglugerðum og eftirliti, samkrull viðskiptalífsins og stjórnmálanna og þessi áhættusækni,“ útskýrir Ferguson en Jón Ásgeir Jóhann- esson er sérstaklega tekinn fyrir í myndinni, viðskiptahættir hans skoðaðir lauslega og farið yfir eignir hans, en þar á meðal voru einkaflugvél, þakíbúð í New York og einkasnekkja. Í myndinni kemur einnig fram að margir verðbréfasalar á Wall Street hafi verið illa haldnir af áhættusækni, þeir hafi mikið sótt í strípiklúbba og vændishús og kókaínneysla hafi verið áberandi hjá stórum hluta þeirra. Ferguson segist ekki vilja ganga svo langt að fullyrða að svipað hafi verið uppi á teningnum hérlendis, þetta sé ein- faldlega hegðunarmynstur sem menn sækist í. „Ég skoðaði líka veðmálastarfsemina hjá þessum verðbréfasölum, því hún var gríðar- leg á þessum tíma, en sú umfjöllun komst ekki að.“ Þulur myndarinnar er Matt Damon og rödd hans hefur sterka nærveru. Ferguson segist hafa notið samstarfsins við Hollywood- stjörnuna og hann hafi komið með sterka punkta. Hann segir jafnframt að eng- inn hafi reynt að stöðva dreifingu myndarinnar en sumir hafi reynt að draga sig út úr henni. „Við feng- um hins vegar skriflegt leyfi hjá öllum og vorum því réttu megin hvað lög og reglur varðar.“ freyrgigja@frettabladid.is Geir Haarde klipptur út UMDEILD MYND Inside Job verður frumsýnd hér á landi á næstunni. Leikstjóri mynd- arinnar, Charles Ferguson, notar Ísland sem formála að myndinni; það sem gerðist hér hafi í raun verið smækkuð og einfölduð mynd af því sem gerðist í Bandaríkjun- um. SÍMI 564 0000 7 7 14 12 L 16 L L SÍMI 462 3500 7 L 14 L SOCIAL NETWORK kl. 8 - 10.30 BRIM kl. 5.30 THE AMERICAN kl. 10.30 EAT PRAY LOVE kl. 5.30 - 8 SÍMI 530 1919 7 12 L L L SOCIAL NETWORK kl. 6 - 9 BRIM kl. 6 - 8 - 10 EAT PRAY LOVE kl. 6 - 9 SUMARLANDIÐ kl. 6 - 8 WALL STREET 2 kl. 10 SOCIAL NETWORK kl. 5.20 - 8 - 10.35 SOCIAL NETWORK LÚXUS kl. 5.20 - 8 - 10.35 THE AMERICAN kl. 8 - 10.20 BRIM kl. 4 - 6 - 8 EAT PRAY LOVE kl. 5 - 8 PIRANHA 3D kl. 10.45 WALL STREET 2 kl. 10 AULINN ÉG 3D kl. 3.40 - 5.50 .com/smarabio J.V.J. - DV Stórkostlegt listaverk! K.I. -Pressan -H.G., MBL NÝTT Í BÍÓ! -H.V.A., FBL - bara lúxus Sími: 553 2075 THE SOCIAL NETWORK 5, 7.30 og 10 7 DINNER FOR SCHMUCKS 8 og 10.20 7 THE AMERICAN 8 og 10.20 14 AULINN ÉG 3D 6 L  “This is, quite simply, the best movie I’ve seen all year.” LEONDARD MALTIN “the town is that rare beast.” EMPIRE BEN AFFLECK LEIKUR BANKARÆNINGJA Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA BESTA SKEMMTUNIN ÁLFABAKKA KRINGLUNNI SELFOSSI AKUREYRI ÓRÓI kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE TOWN kl. 6 - 8 - 10:40 THE TOWN kl. 8 - 10:40 FURRY VENGEANCE kl. 6 - 8 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 5:40 - 8 - 10:20 SOLOMON KANE kl. 10:20 SOLOMON KANE kl. 5:40 GOING THE DISTANCE kl. 8:30 - 10:40 ALGJÖR SVEPPI-3D kl. 6 ÓRÓI kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE TOWN kl. 8 - 10:40 FURRY VENGEANCE kl. 6 ALGJÖR SVEPPI-3D kl. 6 STEP UP 3 kl. 8 INCEPTION Sýnd í síðasta sinn 21.okt. kl. 10:10 ÓRÓI kl. 8 - 10:20 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 8 - 10:20 FURRY VENGEANCE kl. 6 ÓRÓI kl. 8 - 10 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 THE TOWN kl. 8 - 10:30 10 10 10 10 7 7 16 16 L L L 12 7 16 16 L L L L frá leikstjóra “MEET THE PARENTS” Steve Carell og Paul Rudd SJÁÐU - STÖÐ 2 „Besta mynd sinnar tegundar á klakanum og hiklaust ein af betri íslenskum myndum sem ég hef séð.“ T.V. KVIKMYNDIR.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.