Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 34
 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is FYRIRLIÐI LEIKNISMANNA , Halldór Kristinn Halldórsson, samdi í gær til þriggja ára við Pepsi-deildar lið Vals. Halldór er 22 ára miðvörður sem hefur, þrátt fyrir ungan aldur, leikið 125 deildarleiki fyrir Leikni frá árinu 2003. Hann hefur borið fyrirliðabandið í 59 þessara leikja og bar það fyrst aðeins átján ára gamall. Hann var lykilmaður í vörn Leiknis sem var hársbreidd frá því að fara upp og fékk aðeins á sig 19 mörk í 22 leikjum í sumar. Eimskipsbikar karla HK – Akureyri 29-30 (14-12) Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 9, Bjarki Már Elísson 5/3, Hörður Másson 4, Daníel Berg Grétarsson 3, Sigurjón F. Björnsson 3, Vilhelm G. Bergsveinsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2 Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14 Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 10/2, Bjarni Fritzson 7, Guðmundur Helgason 4, Geir Guð mundsson 4, Heimir Örn Arnarson 3, Guðlaugur Arnarsson 1, Hörður Sigþórsson 1. Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 17. N1 deild kvenna Fylkir-Fram 18-34 (11-17) Markahæstar: Sunna Jónsdóttir 6, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Áslaug Gunnarsdóttir 2, Sunna María Einarsdóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 2 - Karen Knútsdóttir 10, Stella Sigurðar- dóttir 7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Anna María Guðmundsdottir 2, Marthe Sördal 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2. Bæði liðin voru ósigruð fyrir leikinn Enska b-deildin Bristol City-Reading 1-0 Brynjar og Ívar voru ekki með í gær. Coventry-Cardiff City 1-2 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn. Millwall-Portsmouth 0-1 Hermann Hreiðarsson var ekki með. Swansea City-Queens Park Rangers 0-0 Heiðar Helguson var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 80 mínútur leiksins. QPR er áfram taplaust á toppi deildarinnar. Þýski bikarinn í handbolta Bietigheim-TuS N-Lübbecke 30-31 (framl.) Þórir Ólafsson tryggði TuS N-Lübbecke framleng inu með því að jafna leikinn í 25-25 í lok venju legs leiktíma og skoraði alls 5 mörk í leiknum. Leipzig-Füchse Berlin 23-34 Alexander Petersson skoraði 3 mörk ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, reif þögnina um Wayne Rooney í gær og staðfesti að fram- herjinn vildi komast frá félaginu. Það sem meira er, að Rooney lýsti því yfir fyrir rúmum tveimur mán- uðum. Tíðindin komu Ferguson og félögum í opna skjöldu. „Við byrjuðum að ræða um nýjan samning síðasta sumar. Það var síðan 14. ágúst að umboðsmað- ur hans hringir í okkur og sagði að Rooney ætlaði ekki að skrifa undir nýjan samning. Ég skildi það alls ekki því mánuði áður sagð- ist Wayne elska félagið og sagðist ætla að klára ferilinn sinn hér,“ sagði Ferguson í viðtali við sjón- varpsstöð félagsins, MUTV. „Ég veit hreinlega ekki hvað breyttist hjá honum. Við vorum í miklu áfalli yfir þessum tíðindum. Kölluðum strákinn síðan á fund og þar undirstrikaði hann við okkur að hann vildi fara. Ég tjáði honum þá að hann skyldi virða félagið engu að síður og ekki vera í neinu rugli. Hvort hann hefur sýnt félag- inu virðingu verður fólk að dæma um sjálft,“ sagði Ferguson sem er ekki búinn að gefa upp alla von. „Dyrnar standa honum samt opnar ef honum snýst hugur. Þessi ákvörðun hans veldur mér per- sónulega miklum vonbrigðum. Ég trúi þessu varla. Hann var nýbú- inn að segjast ætla að vera hér fyrir lífstíð og svo gerist þetta. Við vorum til í að gera vel við hann. Svo vel að hann hefði orðið launa- hæsti leikmaður landsins.“ Engar samningaviðræður eru í gangi sem stendur enda vill Roon- ey ekki semja. Það er nokkuð ljóst miðað við núverandi stöðu að Unit- ed verður að selja leikmanninn í janúar. Ef ekki þá getur Rooney fengið sig lausan næsta sumar fyrir litlar 5 milljónir punda. Það er gjafverð ef horft er til þess að United gæti líklega fengið að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir hann í dag. Ferguson sagði einnig að hann hefði aldrei rifist við Rooney þó svo að þeir tveir hefðu verið á önd- verðum meiði í yfirlýsingum um meint meiðsli leikmannsins. „Hann var meiddur og strákur- inn sagði það sjálfur. Hann fór í myndatöku þar sem það sést svart á hvítu. Hann gat æft en var ekki heill heilsu. Hvers vegna hann ákvað samt að segja þetta skil ég ekki. Það voru mér persónulega mikil vonbrigði að hann skyldi haga sér á þennan hátt.” United á leik í Meistaradeild- inni í kvöld og er ekki vitað hvort Rooney spilar. henry@frettabladid.is Veit ekki hvað breyttist hjá Rooney Wayne Rooney tilkynnti forráðamönnum Man. Utd fyrir rúmum tveimur mánuðum að hann vildi yfirgefa félagið. „Gríðarleg vonbrigði,“ segir Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. Rooney verður líklegast seldur í jan- úar. Annars gæti félagið misst hann næsta sumar fyrir skiptimynt. Á ÚTLEIÐ Ferguson getur ekki stöðvað Rooney sem vill komast frá Man. Utd. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.