Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 10
20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR
fenginn til að sinna því. Samstarfið
náði ekki lengra en á undirbúnings-
stigið. Þegar kom að því að dönsk
stjórnvöld fóru að fjárfesta í búnaði
og þjálfun fyrir sérfræðinga sína
heltist Ísland úr lestinni.
Einnig hefur verið unnið að und-
irbúningi innan Póst- og fjarskipta-
stofnunar, en þar eins og hjá Varn-
armálastofnun stoppar málið á
kostnaðinum.
Sérfræðingar á sviði fjarskipta-
og varnarmála sem Fréttablað-
ið hefur rætt við segja stjórnvöld
ekki hafa neinar leiðir til að bregð-
ast við tölvuárás eins og aðstæður
séu í dag. Norðmenn eru komnir
lengra en Danir og hafa mun öfl-
ugri varnir en Danir hafa hugsað
sér að byggja upp.
Ekki er ljóst hver kostnaður
Íslands af því að koma upp vörnum
gegn tölvuárásum gæti verið. Áætl-
un sem Póst- og fjarskiptastofnun
hefur gert hljóðar upp á fimmtíu til
sextíu milljóna króna kostnað á ári
og um tíu milljóna króna upphafs-
kostnað til viðbótar.
Atlantshafsbandalagið hefur
byggt upp varnir gegn tölvuárásum
en þær varnir miðast að miklu leyti
við að verja eigin kerfi og koma til
aðstoðar sé árás gerð á tölvukerfi
vinveitts lands.
Á meðan hinar Norður-
landaþjóðirnar hafa byggt
upp varnir gegn tölvuárás-
um hafa íslensk stjórnvöld
verið aðgerðalítil. Undir-
búningur hófst árið 2008
en ekki hefur fengist fé til
slíkra varna.
Hryðjuverkaárásir og tölvuárásir
eru meðal þeirra ógna sem bresk
stjórnvöld telja helst steðja að
Bretlandi um þessar mundir, sam-
kvæmt nýrri skýrslu um varnar-
mál. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa
á undanförnum árum lagt áherslu á
uppbyggingu varna gegn tölvuárás-
um en Íslendingar hafa setið eftir
og eru með litlar sem engar varnir
gegn slíkum árásum.
Tölvuárásir geta verið af marg-
víslegum toga og misalvarlegar.
Þær eru í sumum tilvikum gerð-
ar til að brjótast inn í tölvukerfi í
þeim tilgangi að afla upplýsinga
eða skemma gögn.
Aðrar árásir miða að því að lama
vefsíður og jafnvel samskiptakerfi
heilla landa með því að auka álagið
á þessi kerfi úr öllu hófi. Það getur
leitt til þess að Netið virkar illa eða
ekki og getur haft áhrif á sum sím-
kerfi og fleira.
Þeir sérfræðingar sem Frétta-
blaðið hefur ráðfært sig við telja að
líkurnar á árásum af þessum toga
hér á landi séu nægilega miklar til
þess að þörf sé á því að byggja upp
varnir gegn þeim.
Alvarlegri árásir eru einnig
mögulegar, en þær eru mun ólík-
legri almennt séð, hvað þá hér á
landi. Dæmi um slíkar árásir væri
að nota segulbylgju til að skemma
harða diska í ákveðinni byggingu
eða byggingum, sem eyðileggur öll
gögn á diskunum.
Sérfræðingar eru sammála um
að Íslendingar þurfi ekki að hafa
miklar áhyggjur af þessum mögu-
leika, en tiltölulega ódýrt sé að vera
viðbúinn honum. Það megi gera
með því að geyma öryggisafrit af
mikilvægum tölvukerfum í vörðum
byggingum. Slíkar byggingar eru
til á svæði Varnarmálastofnunar á
Miðnesheiði.
Danir ákváðu árið 2008 að koma
þyrfti upp vörnum við tölvuárás-
um, og buðu íslenskum stjórnvöld-
um samstarf. Boðið var þegið og
starfsmaður Varnarmálastofnunar
Stjórnvöld sögð varnar-
laus gegn tölvuárásum
Lítið land eins og Ísland ætti ekki að hafa minni áhyggjur
af tölvuárásum en stærri ríki, enda tölvuárásir þess eðlis að
þær gera ekki upp á milli ríkja, segir dr. Paul Cornish, sér-
fræðingur í alþjóðlegum varnarmálum við Chatham House
hugveituna í Bretlandi.
Hann bendir á að lönd sem séu lengra komin í því að
koma á rafrænni stjórnsýslu en stærri lönd á borð við Bret-
land ættu að taka hættuna á tölvuárásum alvarlega.
„Ég sé ekki fyrir mér að margir tölvuþrjótar eigi sér þann
draum heitastan að komast inn í tölvukerfin á Íslandi, á
svipaðan hátt og marga þeirra dreymir um að komast inn
í kerfin hjá varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum,“ segir
Cornish.
Hann segir að hafa verði í huga að Ísland sé mjög háð
sínum tölvukerfum, svo varnir þeirra kerfa ættu að vera
mönnum ofarlega í huga.
„Það sem á við í öðrum löndum á einnig við á Íslandi.
Viðbrögðin við mögulegri tölvuárás verða að koma frá stjórn-
völdum, ríkisstofnunum, almenningi og fyrirtækjum,“ segir
Cornish. Árásir geti gert mikinn skaða og samstöðu þurfi um
að vinna gegn því að svo verði.
Ógnirnar geta verið af mörgum toga, segir Cornish. Þær
geta komið frá táningi sem brýst inn í tölvukerfi til að sýna að
hann geti það. Glæpamenn getu einnig ógnað öryggi tölvu-
kerfa, sérstaklega þeir sem tengdir séu skipulagðri glæpa-
starfsemi. Sama eigi við um hryðjuverkamenn. Þá sé einnig
mögulegt að ógn geti starfað af tölvuárásum eins þjóðríkis á
annað, þó að enn séu engin staðfest dæmi um slíkt.
Ísland svo háð tölvukerfum að nauðsynlegt er að verja þau
FRÉTTASKÝRING: Er Ísland varið gegn tölvuárásum?
Tvö þekkt dæmi eru um tölvuárásir sem beinst hafa að heilu þjóðríkjunum.
Í báðum tilvikum var um álagsárásir (e. denial of service) að ræða, þar sem
tölvuþrjótar notuðu tölvur víða um heim til að auka álag á fjarskiptakerfi
landanna svo mikið að þau fóru á hliðina í lengri eða skemmri tíma.
■ Eistland 2007: Stjórnvöld í Eistlandi stóðu í deilum við Rússland þegar
gerðar voru álagsárásir á mikilvægar vefsíður í landinu. Álagið á fjarskipta-
kerfi landsins jókst um þúsundir prósenta á nokkrum sekúndum. Afleið-
ingarnar voru meðal annars þær að tölvukerfi í stofnunum og fyrirtækjum
lömuðust. Ástandið var verst fyrstu vikuna, en árásirnar héldu áfram í um
það bil mánuð með tilheyrandi raski.
■ Georgía 2008: Tölvuárásir voru gerðar á fjarskiptakerfi Georgíu á meðan
stríðsátök landsins við Rússland vegna Suður-Ossetíu stóðu yfir. Stjórnvöld
sáu sér þann kost vænstan að loka fyrir aðgengi að mikilvægum vefsíðum til
að koma í veg fyrir að tölvuþrjótum tækist að nálgast upplýsingar.
Tölvukerfi tveggja þjóða sett á hliðina
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
19
69
1
0/
10
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
1
6
2
6
0
9
/1
0 Hjúkrunarþjónusta
í Lyfju Lágmúla
Veitum ýmsa sérhæfða þjónustu,
m.a. aðstoð við léttar sáraskiptingar
og við að fjarlægja sauma.
Þjónustan er opin virka daga frá kl. 8 -17.
á vegum Skottanna
Háskólabíói við Hagatorg
24.okt. 2010 kl. 10–17
Ráðstefnugjald 3.000 kr.
Skráning fer fram á www.kvennafri.is
Sunnudagur 24. okt.
Kl. 10.00–10.15 Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti
og verndari Skottanna setur ráðstefnuna
Kl. 10.15–10.45 Umboðskona Sameinuðu þjóðanna
í ofbeldismálum, frú Rashida Manjoo
Kl. 10.45–11.15 Janice Raymond prófessor, Coalition
against Trafficking in Women:
„Resisting the Demand
for Prostitution and Trafficking“
Kl. 11.15–11.30 Menningaratriði
Kl. 11.30–12.00 John Crownover frá CARE International
NWB: „Young Men´s Initiative“
Kl. 12.00–13.30 Hádegisverður og menningaratriði
Kl. 13.30–14.00 Knut Storberget, dómsmálaráðherra
Noregs og meðlimur í „We Must Unite“,
sem er hópur 14 heimsþekktra karlleið-
toga, á vegum Ban Ki-moon´s aðalritara
Sameinuðu þjóðanna, sem hafa skuld-
bundið sig til þess að setja baráttuna
gegn kynferðisofbeldi í forgang í störfum
sínum
Kl. 14.00–14.30 Dr. Esohe Aghatise: „Gender Violence in
Africa: Prostitution and Trafficking in
Select African Countries“
Kl. 14.30–15.00 Ruchira Gupta, forseti Apne Aap Women
Worldwide, Indlandi
Kl. 15.00–15.30 Kaffi
Kl. 15.30–16.00 Taina Bien Aime, framkvæmdastýra
samtakanna EQUALITY NOW!:
„Grassroots Activism to
End Women’s Rights Violations“
Kl. 16.00–16.30 Margarita Guille, í stjórn alþjóðasamtaka
kvennaathvarfa: „Shelters and Women
at Risk in Latin America, Why Do We
Need to Network?“
Kl. 16.30–17.00 Guðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður
Skottanna: „The Burning Iissues
in the Fight Against
Gender Based Violence
in Iceland“
Fundarstýra Kolbrún Halldórsdóttir
NORDICPHOTOS/AFP
ÞRJÓTAR Alþjóðastofnanir
og stofnanir stórra ríkja
verða reglulega fyrir árás-
um tölvuþrjóta.