Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.10.2010, Blaðsíða 38
30 20. október 2010 MIÐVIKUDAGUR FÉSBÓKIN „Við Jörundur og Ævar erum byrj- aðir á sjónvarpsseríu sem á að taka upp í vor. Hún heitir Heimsend- ir, hvorki meira né minna,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu stóð til að fimmenn- ingarnir á bak við Nætur-, Dag- og Fangavaktina myndu hefja vinnu að nýrri þáttaröð nú í haust. Þegar Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri varð ljóst að hann yrði ekki með í þess- ari vinnu, sem er nú hafin án hans. Ragnar, Jörundur Ragnarsson og Ævar Grímsson hófust handa fyrir þremur vikum og Pétur Jóhann Sigfússon er svo væntanlegur eftir tvær vikur þegar tökum á þáttaröð- inni Hlemmavídeó lýkur. „Heimsendir er míkrókosmos af íslensku samfélagi,“ segir Ragn- ar spekingslega. „Þættirnir gerast á fjársveltri geðdeild úti á landi. Þetta er byltingarsaga, þegar sjúk- lingarnir taka yfir hælið. Þetta er smækkuð mynd af því sem við erum að ganga í gegnum í dag.“ Pétur Jóhann og Jörundur verða í aðalhlutverki í þáttunum og sam- kvæmt Ragnari er Halldór Gylfa- son efstur á óskalistanum fyrir þriðja aðalhlutverkið. Ef það geng- ur eftir er ljóst að Halldór þarf að fylla gríðarlega stórt skarðið sem Jón Gnarr skilur eftir. „Það kemur nýr rauðhaus í staðinn fyrir Jón,“ grínast Ragnar. Hugmyndin að þáttunum kom upp þegar framleiðsla á Fanga- vaktinni og kvikmyndinni Bjarn- freðarson stóð yfir. Ragnar segir verkefnið stórt og að mjög stór hópur leikara komi að því – allt að 30 stykki. Þættirnir verða tekn- ir upp í vor og verða á haustdag- skrá Stöðvar 2. En verða þetta grín- þættir? „Við dönsum á þessari línu milli húmors og alvöru, eins og við höfum verið að gera,“ segir Ragn- ar. „Þetta eru náttúrulega háalvar- legar aðstæður, þessi heimur geð- sjúkra. Svo er það sem kemur upp náttúrulega kómískt í sjálfu sér.“ atlifannar@frettabladid.is RAGNAR BRAGASON: HALLDÓR GYLFASON EFSTUR Á ÓSKALISTANUM Vaktargengið hefur vinnu að nýjum þáttum án Jóns landsmanna á aldrinum 12 til 80 ára horfðu á frumsýningu lokaþáttar Fangavaktarinnar í fyrra. 44% GULLKÁLFARNIR KOMA SAMAN Viðtökur Nætur-, Dag- og Fangavaktarinnar eiga sér ekki hliðstæðu á Íslandi. Þættirnir fengu gríðarlega mikið áhorf og seldust einnig vel á DVD. Þá sló lokahnykkurinn, kvikmyndin Bjarnfreðarson, í gegn í kvikmyndahúsum. Borgarstjórinn Jón Gnarr verður ekki með í nýju þáttunum en Ragnar, Jörundur, Ævar og Pétur Jóhann vilja fá Halldór Gylfason í stórt hlutverk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Siggu Beinteins á stjórnlaga- þing! Ég meina, hún var í Stjórn- inni, kann öll lögin og fer létt með að velja þau bestu. Er ekki annars verið að gera safnplötu? Svo er þetta hugguleg og fram- bærileg kona. Áfram Sigga!“ Stefán Máni rithöfundur. „Tíu milljónir er tala sem myndi skipta mig máli. Tvær milljónir breyta ekki lífi mínu,“ segir Gotti Bernhöft, sem teiknaði frægar myndir í umslagið fyrir Ágætis byrjun, aðra plötu Sigur Rósar. Gotti fékk nýlega tilboð upp á tvær milljónir króna í teikningarnar fjórar sem hann gerði fyrir umslagið en hafnaði því samstundis. „Ég vil selja þær allar á tíu milljónir. Ég vil í rauninni ekki selja en ef ég ætlaði að selja þær myndi ég selja á því verði,“ segir Gotti, sem hefur áður fengið tilboð í aðalmynd umslagsins upp á tvær og hálfa milljón. „Það er allt til sölu fyrir rétt verð en ég efast um að það sé til svo ríkur Sigur Rósar aðdáandi á Íslandi að hann sé tilbúinn að splæsa tíu milljónum í þetta. Ef ég vil selja þarf ég að fara með þetta á uppboð úti. Ég á örugglega eftir að gera það þegar ég hef tíma og það liggur þannig við.“ Á næsta ári verða liðin tíu ár síðan Ágætis byrjun kom út í Bandaríkjunum og af því tilefni er afmælishátíð í bígerð. Bók og tónleikaferð hafa þar verið nefnd til sögunnar. „Ef maður selur myndirnar væri sniðugt að gera það þegar þetta er í gangi.“ Platan Ágætis byrjun hefur farið víða, enda hefur hún selst gríðarvel síðastliðinn ára- tug. Spurður segist stoltur af teikning- um sínum. „Ég er stoltur af ansi mörgu sem ég hef gert en þetta er það eina sem hefur lifað og kannski farið víðar en nokkuð annað sem ég hef gert, þótt ég sé búinn að vera starfandi hönnuður í tuttugu ár,“ segir Gotti, sem er einnig útlitshönnuður nýja Popppunktsspils- ins sem er væntanlegt. - fb Vill tíu milljónir fyrir Ágætis byrjun GOTTI BERNHÖFT Hafnaði tilboði upp á tvær milljónir í teikningar sínar. ÁGÆTIS BYRJUN Teikningarnar sem Gotti gerði fyrir Ágætis byrjun. „Þetta er heill her af karlmönnum og hver öðrum betri,“ segir Óskar Jónasson leikstjóri, en radd- prufur fyrir íslensku útgáfuna af teiknimyndinni Þór standa nú yfir í upptökuverinu Upptekið. Meðal hlutverka sem verið er að prófa í eru Þór og Mjölnir, hamarinn víðfrægi. Þegar Fréttablaðið bar að garði var Þórhallur Sigurðsson, Laddi, að prófa að tala fyrir Mjölni en Laddi er eflaust einhver besta teiknimyndarödd Íslandssögunnar. „Hann er hokinn af reynslu, hefur einhvern tón sem er bæði sannur og réttur, eins og öll þjóðin þekkir,“ segir Óskar um Ladda án þess þó að vilja láta neitt uppi um möguleika Ladda. Meðal annarra sem hafa reynt sig við hlutverkin tvö eru Sveppi, Atli Rafn og Felix Bergsson sem er einn- ig nokkuð reyndur í teiknimyndunum, hefur talað fyrir bæði kúrekann Vidda í Leikfangasögu og Manna í Ísaldarmyndunum. Óskar segir vinnu við teiknimynd allt öðruvísi en það sem hann hefur kynnst. „Við erum búnir að vera lengi neðanjarðar því svona teiknimynd verð- ur til á jarðfræðilegum tíma og það er svolítið nýtt fyrir mér enda vanur sjónvarpi þar sem allt gerist hratt,“ útskýrir Óskar sem fagnar því að komast upp á yfirborðið og hitta annað fólk. Óskar reiknar með að raddirnar verði ráðnar á næstu vikum, þeir muni hins vegar ekki ráða í hlutverkin fyrr en þeir eru orðnir fyllilega sáttir. - fgg Stórskotalið reynir við Þór HOKINN AF REYNSLU Óskar Jónasson segir Ladda vera hokinn af reynslu en hér reynir leikarinn sig við rödd Mjölnis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta kom mér rosalega á óvart,“ segir rapparinn Ástþór Óðinn. Lag hans, Mamma, sem hann syngur með Möggu Eddu er komið í 35 manna úrslit í erlendri laga- keppni á vegum I-Mego. Um nýja evrópska keppni er að ræða þar sem hæfileikaríkir tónlistarmenn sem eru ekki með plötusamning fá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Mörg hundruð lög voru send í keppnina og lag Ástþórs, sem er bæði sungið á íslensku og ensku, var valið úr þeim hópi. „Þetta lag fjallar um mömmu mína sem lést fyrir fimmtán árum síðan. Ég er að skrifa henni bréf um hvernig staðan er í dag og hvernig hlutirnir hafa þróast,“ segir Ástþór. Lagið er á plötu hans, Both Ways, sem kom út fyrir síðustu jól. Hann frétti fyrst af keppninni þegar hann stundaði nám í upptökustjórn í London og sendi lagið svo inn fyrir mánuði. Bandaríska útgáfufyrirtækið Expat Records heyrði lagið fyrir skömmu og hefur sýnt áhuga á að gefa plötuna Both Ways út. „Þetta er á byrjunarstigi en þetta er komið í ferli hjá þeim,“ segir Ástþór og viðurkennir að innsti draumur sinn muni rætast ef samningurinn verður að veru- leika. Hægt er að kjósa lag Ástþórs á síðunni Facebook.com/imegoin- finity. Tilkynnt verður um ellefu efstu keppendurna 29. október og sigurvegarinn verður tilkynntur 2. nóvember. Hann fær einn dag í hljóðveri í verðlaun og hinir tíu fá smærri verðlaun. - fb Ástþór áfram í erlendri lagakeppni ÁSTÞÓR ÓÐINN Lag hans, Mamma, er komið í 35-manna úrslit nýrrar evrópskr- ar lagakeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRIÐUR OG JAFNVÆGI Speki Konfúsíusar fyrir nútímafólk Boðskapur Konfúsíusar er tímalaus og endur- nærandi, veitir hjálp á erfiðum stundum og beinir sjónum að því sem skiptir máli í lífinu YFIR TÍU MILLJÓ N EINTÖK SELD!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.