Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 10
og Pétur Halldórssynir, Richard Thors,
Símon Þórðarson, Skúli Jónsson, Jón
Þorsteinsson, bræðurnir Árni og LúS-
vig Einarssynir og Benedikt G. Wáge.
Hann var annars með þeim allra fyrstu,
sem tóku þátt í knaltspyrnu, því að
i tíð Fergusons aSstoðaði hann föður
sinn í marki, ef með þurfti!
Fyrsti knattspyrnukappleikur, sem
háður var hér á landi, var fyrir alda-
mót. Var þá keppendum raðað í lið
eftir hlutkesti, en flestir voru viðvan-
ingar og kunnu lítt að fara með knött-
inn. Bar mest á þeim Adam Barclay
og Magnúsi Magnússyni frá Cambridge,
er voru sinn í hvoru liði.
Á aldamótahátiðinni var aftnr háður
kappleikur, og var liði þá skift af
handahófi, en fyrirliðar valdir þeir
hræðurnir Þorsteinn og Pétur Jónssyn-
ir. Vann lið Péturs sigur og fékk að
verSIaunum 25 krónur í peningum, einn
minnispening og heiSursskjal, sem Ben.
Gröndal hafði skrautritaS. Vorn það
fyrstn verðlaunin, sem „Fótboltafélagi
Reyk.javíkur“ hlotnuðnst. Mun skjalið
nú þvi miður vera glatað, en minnis-
peningurinn er til. Nokkru seinna var
háður annar kappleikur með sömu for-
ingjum og vann þá lið Þorsteins. en
annars mátti kalla, að menn æfðu
knattspyrnu aðeins sér til gamans
fyrstu 8—10 árin. Félagaskrá var vist
aldrei samin. og ffiöld félaffsmannn
voru ekki önnur en þau, er þnrfti til
þess að kaupa knetti. og einu sinni
voru kevptnr markstengur og steyptnr
niður i völlinn. fíll þessi ár má telja
Þorstein Jónsson formnnn félagsins,
þvi að hann tók að sér að smala mönn-
um saman til æfinga og hann stóð fyr-
ir því að panta knetti frá firma í Liver-
pool. Voru vanalega keyptir 2 knettir
á ári, en ekki treystust menn til að
kaupa sér einkennispeysur, vegna þess
hvað þær voru dýrar. Þó fjölgaði fé-
Iagsmönnum stöðugt og nokkru eftir
aldamót hafði liðinu verið skift niðnr
í 2—3 flokka til æfinga. Þó mun hafa
verið farið að draga úr áhuganum aft-
ur, þvi að 29. júni 1910 er haldinn
svokallaður vakningarfundur í „Fót-
boltafélagi Reykjavikur“. Má telja, að
þá fyrst komist fast skipulag á félags-
skapinn, þvi að þá er fyrst farið að
hóka fundargerðir og þá er kosin reglu-
Ieg stjórn. SíSan eru samin og sam-
þykt lög fyrir félagið upp úr því, eða
23. mars 1911. Á jiennan „vakningar-
fund“ voru boSaðir 30 menn, en 10
komu. Var þá og fyrst ákveðið hvern-
ig lið skyldi æfa, að menn væru ávalt
i sama liði og hefði hver sitt hlut-
verk.
Þá var Knattspyrnufél. Fram stofn-
að fyrir nokkru (1908) og fór að koma
meira líf og áhugi i menn fvrir knatt-
spvrnunni. Voru i „Fram“ einffönou
piltar innan 18 ára aldurs'. og sást það
fljótt á því félagi. hve mikils virði það
er. að menn temji sig við knattspvrnu
nógu snemma. þvi aS piltarnir i Fram
urSu binum fliótt skeinuhættir.
ÁriS 1911 var gnmli íbróttavöllurinn
gerSur og lagði ..Fótboltafélag Revkin-
vikur“ nefskatt á menn sina til bess
nS getn greitt sinn skerf i vallarsióS.
Hinn 11. júni var völlurinn vígður og
sýndu þá þessi tvö félög knattspyrnu.
Var það ekki kappleikur, og skildu þau
jöfn. En 20. júni, þrem dögum eftir
aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, þreyttu
svo Fram og Fótboltafélag Reykjavik-
ur kappleik, og bar Fram sigur úr být-
um með 2: 0.
Sumarið 1912 var i fyrsta skifti keppt.
um Knattspyrnubikar íslands og nafn-
bótina „besta knattspyrnufélag ís-
lands“. Kepptu þar þrjú félög: Fót-
boltafélag Reykjavikur, Fram og Fót-
bollafélag Vestmannaeyinga. Var það í
fyrsta skifti, að flokkur knattspyrnu-
manna utan af landi kom hingað til
að keppa. Fóru svo leikar, að Fót-
boltafélag Reykjavíkur bar sigur af
hólmi, enda höfðu félagsmenn æft sig
kappsamlega undir mótið. Varð þessi
sigur mikil lyftistöng fyrir félagsskap-
inn. AS vísu misti K.R. íslandsbikar-
inn þegar á næsta móti, en nú kom
kapp í það að ná í hann aftur, og er
saga þess næstu árin ein óslitin fram-
sóknarbarátta.
í apríl 1914 var afráðið á félagsfundi
að færa út kviarnar og stofna sér-
staka unglingadeild — að kenna ungum
piltum knattspyrnu og taka þá svo inn
í eldri deild félagsins, þegar þeir væru
búnir að fá þá æfingu og tilsögn, sem
hægt væri að láta þeim i té. MeS þessu
hafði félagið viðurkent nauðsyn þess,
að menn æfðu og lærðu knattspyrnu
meðan þeir væru ungir, og var þar
með lagður grundvöllurinn að frama
félagsins á síðari árum.
Nafni félagsins breytt.
Á aðalfundi félagsins árið eftir er
þess getiS i fundargerS, aS félagið liafi
átt í sjóði kr. 191.58, en auk þess óinn-
heimt árstillög kr. 52.00 og fyrir keypta
húninga kr. 17.00, „og væri því mjög
vel efnað“. Var þess vegna ráSist i það
aS kaupa Knattspyrnuhorn Reykjavik-
ur, sem félög i Reykjavík skyldu keppa
um einu sinni á ári. Þá var og kosin
nefnd til að endurskoða lög félagsins
og kom hún fram með tillögur sinar
hálfum mánuSi siSar. Voru þaS i raun-
inni ekki breytingartillögur við eldri
lögin, heldur alveg ný lög og voru þau
samþykt á fundi 23. april. Mcð þeim
lögum var ákveðið, aS nafni félagsins
skyldi breytt, og heitir þaS siðan Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur (K.R.).
Þá um sumarið fóru fram tvö knatt-
spyrnumót og tóku 3 félög þátt i beim.
K.R., Valur og Fram. Fyrst var Knatt-
spyrnumót íslands í júní og Knatt-
8