Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 31

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 31
Þorsteinn Einarssonj Tveir knattspyrnumeistarar þrítugir. Hans Kragh. Sigurjón Jónsson. Þann 24. des. s.l. varð Hans Kragh, vinstri innframherji K.R., þritugur. — Hans er, eins og kunnugt er, einn af okkar allra bestu knattspyrnumönnum. Hann hefur nú verið fastur maður í 1. flokki K.R. síðan 1927 og i úrvalslið- in hefur hann verið valinn sem fyrsti maður siðan 1928. Auk þess hefur Hans gegnt ýmsuin trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið, svo sem verið fulltrúi K.R. í Knattspyrnuráði Reykjavikur o. fl. — Framkoma Hans á leikvelli og fyrir sundmanna, að þakka honinu fyrir langt og vel unnið starf. Eg vil nota tækifærið og þakka sund- flokki Ármanns og sundfélaginu Ægi, og þá sérstaklega þeim Þórarni Magn- ússyni og Eiriki Magnússyni, fyrir á- gætt samstarf. Þéir hafa altaf komið fram sem sannir iþróttamenn gagnvart okkur, og þar með gert alt samstarf okkar í sundmálum hið ákjósanlegasta i einu og öllu, og óska ég þeim og fé- lögum þeirra til hamingju með liinn glæsilega árangur, sem þegar hefur náðst og væntanlegan árangur i sund- iþróttinni á komandi árum. L i f i i þ r ó 11 i þ r ó 11 a n n a I utan hann, hefur verið K.R. til hins mesta sóma; hin látlausa og prúða framkoma hefur einkent hann, hvar sem hann hefur verið. í öll þau ár, sem ég hef leikið með Hans á knatt- spyrnuvellinum, hef ég oft dáðst að hinni rólegu og prúðu framkomu lians i spennandi leik, þegar áhorfendur og leikmenn hafa ætlað að rifna af spenn- ingi. Þá hefur Hans altaf unnið mest, vegna rósemi sinnar. Væri óskandi, að K.R. ætti eftir að eignast fleiri jafn prúða og friðsama félaga og Hans hef- ur alla tíð verið. Sigurjón Jónsson, vinstri bakvörður K.R., verður þritugur 2(i. apríl næstk. Hann hefur leikið i liði K.R. siðan 1927 við góðan orðstír. Það má segja um Sigurjón, að liann er einn af allra prúðustu drengjum, sem liafa sést á is- lenskum knattspyrnuvelli. Ég lief ald- rei séð Sigurjón hlaupa illa á mótherja sinn í öll þau ár, sem hann hefur leikið með K.R. Hann hefur einmitt alveg sérstakt lag á því að ná boltan- um af mótherja sínum, án ]iess að þurfa að hlaupa harkalega á hann. Ég man ekki til þess, að dómari liafi nokkru sinni flantað á Sigurjón fyrir háskalegan leik, og er það mikill sómi fyrir einn knattspyrnumann, og ekki síður fyrir félag hans. Ég hef liaft þá ánægju, að leika með báðum þessuin mönnum frá byrjun, og vil taka það fram, að með slikum fé- lögum er auðvelt að sigra, enda hafa þeir átt sinn þátt i sigrum K.R. Það er nauðsynlegt, að félagsskapurinn sé góður og samtaka, til þess að hægt sé að sigra mótherjana, og það má hik- laust segja um þá Hans og Sigurjón, að þeir hafa gert sitt besta í þvi efni, eins og flestir KRingar. Að lokum vil ég segja það, að ég á ekki betri afmælisósk mínu gamla og góða K.R. til handa, en að það eigi eftir að eignast marga slíka drengi sem þá Hans og Sigurjón, því þeir hafa báðir þá kosti, sein eru perlur fyrir hvern knattspyrnumann, og vil ég leyfa mér að benda hinum yngri fé- lögum minum á, að taka þessa ágætu drengi sér til fyrirmyndar. STOFNUN III. FLOKKS K.R. Hér í blaðinu skrifar Erlendur Pét- ursson um knattspyrnuna i K.R. og getur þar meðal annars um stofnun 3. flokks í félaginu, er Knattspyrnufé- lagið Héðinn gekk í K.R. Er það við- burður, sem ómögulega mátti gleymast að skrá, svo hann ekki gleymdist. En Erlendur gleymir öðru félagi, sem einn- ig gerðist meðlimur i K.R. um líkt leyti, en það var Knattspyrnufélagið Raldur. LTr þvi félagi fékk K.R. marga sinna ágætustu sona, svo sem Þorstein Einarsson, Magnús Einarsson, Sigurð Halldórsson, Sigurð Jafetsson, Þorstein Ó. Jónsson o. fl. Baldur og Héðinn voru grimmir andstæðingar og reyndu nokkrum sinnum með sér i knatt- spyrnu. Man ég vcl eftir því, er Héð- inn liafði fengið bikar til að keppa um. og í fyrsta skifti vann Baldur bik- arinn með 1: 0. Kenpti ég með í liði Baldurs. og var ég sérstakleaa upn með mér af bessum leik, því að ég skor- aði markið, og þó var ég sá liinna 22 leikmanna. sem skemst komst í þessari ágætu ibrótt. Nokkrir meðlima Bald- nrs munu hafa gengið í Val. en eitt sinn á æfingu í því félagi. fenau beir ekki að vera með. og var bvi bá borið við. að félagaskráin væri glötuð. Þá urðu beir reiðir og gengu strax i K.B. Misti Valur bar mörg ágæt knatt- spvrnumannaefni. Væri freistandi að skrifa meira um Baldur og Héðin, en það verður að biða betri tima. Sólon. 29

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.