Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 15

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 15
við í 1. flokki og i sigurliði K.R. voru þessir: Haraldur Á. Sigurðsson, mark- vörður. Jón Þorsteinsson og Eiríkur S. Beck, bakverðir. Þorgeir Halldórsson (nú látinn), Guðm. GuSmundsson og Björn Jónsson framverðir, Gunnar Schram, Benedikt G. Wáge, Ársæll Gunnarsson, Carl Schram og Kristján L. Gestsson framherjar. Eins og sjá má af þessu, voru nú aSeins tveir eft- ir af þeim eldri i liSinu, þeir Jón Þorsteinsson og Benedikt G. Wáge. Hélt sá síSarnefndi lengst út síSan sem markvörður. Árni Einarsson var á heimleið frá útlöndum, þegar íslandsbikarinn var unninn á ný og sendi þá stjórn K.R. honum þetta fræga skeyti til SeySis- fjarðar: Heill og sæll. Velkominn til íslands. fslandsbikarinn býður þín (tómur þó). Hornið horfið í hendur Fram með 2:1. Gullskóna vantaði, lágu í skarlatssótt. Annars gefinn sigur. Kassinn feitur. Kær kveðja frá stjórn og félögunum. Árna þótti vænt um að fá þetta skeyti og minnist oft á það síðan. Við höfðum fslandsbikarinn, en mistum „horniS“. „Gullskórnir“ er Jón Þor- steinsson. Um þessar mundir gekk Guðmundur Ólafsson i K.R. Var hann í fyrstu mark- vörður hjá félaginu og stóð sig prýði- lega. En brátt hætti hann því og gerð- ist nú þjálfari félagsins i öllnm aldurs- flokkum. Og það er það starf GuS- mundar, sem aldrei mun gleymast i sögu K.R. — Þjálfarahæfileikar hans komu fljótt í ljós og hann lagði mesta áhersluna á ynnri flokkana i fyrstu. GuSmundur er glöggur maður og hann sá fljótt hvað mestu máli skifti i knatt- spyrnunni og þegar þar við bættist hans mikli áhugi, vilji og dugnaður. varð það engin furSa, ])ó siðar væri sagt um hann, að knattspyrnumenn K.R. gætu ekki verið án hans frekar en siálfrar sólarinnar. Enda hófst með hans starfi i þágu K.R. ný sigursól í félaginu og sú sigursól kornst hæst á lofl með sigrinum mikla 1926. Um marera ára skeiS þjálfaði GuSmundur alla flokka félagsins. Veit enginn nema hann sjálfur, hve miklum tíma hann hcfir fórnað á þessum árum í þágu K.R. endurgjaldslaust. En IvR-ingar hafa kunnað að meta það og telja hann meðal sinna allra bestu sona. Eftir að hann tók við, byrjuSu yngri flokkarnir þegar að sigra, en hina grip- ina vann K.R. svona öðru hverju; ís- landsbikarinn hlaut félagið ekki fyr en eftir aðra 7 ára baráttu. Voru þeir þá komnir upp í 1. flokk, hinir ungu, sem Guðm. æfði. Og árið 1926 verður talið mesta sigurár í sögu K.R. og mesta sigurár í knattspyrnusögu landsins. Um það ár er skrifað i ritaraskýrslu K.R. á þessa leið: Mesti knattspyrnu- sigur á íslandi. Einsdæmi í sögunni. K.R. vinnur öll jknattspyrnumótin i öllum aldursflokkum. Enginn hefir og enginn getur gert betur. K.R. stendur á hæsta tindi frægðar og sigurs i knattspyrnu. Eins og þessi fyrirsögn sýnir, var þetta met í knattspyrnu. K.R. vann sefn sé öll knattspyrnumótin í öllum ald- ursflokkum. Og íslandsbikarinn, sem verið hafði i burtu í 7 ár, komst nú aftur i hendur félagsins. f þvi mikla sigurliði, sem vann bikarinn, voru þessir: Sigurjón Pétursson markvörð- ur, Óskar Jónsson, SigurSur Halldórs- son bakverðir, SigurSur Jafetsson, Kristján L. Gestsson, Daníel Stefánsson framverðir, GuSjón Einarsson, Þor- steinn Einarsson, Guðión Ólafsson, Viggó Þorsteinsson, Gisli Halldórsson (framkv.stj.) framherjar. Eins og sést á þessum nöfnum, var Kristián L. Gestsson sá eini, er eftir var af þeim eldri í liðinu, og var þó enn í fullu fjöri. Þessi sigur var óneitanlega sú besta gjöf. seni nemendnr GuSmundar Ó'afs- sonar gátu fært honum, og K.R. Enda var hnldin stór sigurhátíð strax um haustið. Þetta var þá áranaurinn af biálfun GuSmundar Ólafssonar. ng hann svnir best hvaðn áfburða biálf- ari GuSmundur var. Enda hafa liin fé- löain altnf SfundaS K.R. af að eiga slikan þiálfara. Eftir þennan sigur hefur Tv.R. alt til þessa veriS miög sterkt í öllufn aldurs- flokkum. íslandsbikarnum hélt hað í fiögur ár, en 1929 vann Valur fslands- bikarinn. oa liafSi haS tekiS Val 20 ár að ná hvi marki. Var hað i fvrsta sinn sem Valur hlaut bikarinn. Þrau'- seigia heirra er öSrum til fvrirmvnd- ar. 1931 og ’32 vann K.R. íslandsbikar- inn aftur. en tapaSi honum i hendur Vals 1933. 1934 hlaut K.R. íslandshik- arinn enn á ný. en tapaði honum áriS eftir í hendur Vals. sem siðari hefir lialdið honum. K.R. hefur hinsvéaar oft unnið hin önnur mót i 1. flokki og oft hefur óhepni ein ráðið þvi, að fslandsbikarinn vanst ekki. Hinsvegar skal það iátaS, að K.R. og Valur eru nú mjög jöfn að styrkleika í 1. flokki. Aftur á möti hafa yngri flokkar K.R. oftast skarað fram úr jafnöldrum sín- um í hinum félögunum. Baráttumenn Iv.R. i 1. flokki, hin síðari árin, hafa verið þessir: Eiríkur Þorsteinsson (nú dáinn), Sigurjón Jónsson, Hákon Jónsson (bróðir Sigurjóns), Ragnar Pétursson, Björgvin Schram, Daniel Stefánsson, Jón Sveinsson, Hans Kragh, Þorsteinn Einarsson, Gisli GuSmundsson, Þor- steinn Ó. Jónsson, Edvvald SigurSsson, Gísli Halldórsson (bróðir SigurSar), Ólafur Þ. GuSmundsson, Ingvar Ólafs- son, Ólafur Kristmannsson, Guðmund- ur Jónsson, Bjarni Ólafsson, Ólafur Skúlason, Haraldur Guðmundsson, Georg L. Sveinsson, Anton SigurSsson, Óli B. Jónsson, Björn Halldórsson, Birgir Guðjónsson, Leó Leós. — Á þessum árum varð til hið þjóðfræga KR-„trió“, þeir Hans Ivragh, Þor- steinn Einarsson og Gísli GuSmunds- son. Samleikur þeirra þremenninga hefur verið snild frá því fyrsta til hins síðasta. Hin síðari árin hafa verið til aðstoð- ar Guðmundi Ólafssyni, með þjálfun yngri flokkanna, þeir Sigurjón Péturs- son, Ólafur Kristmannsson og SigurS- ur Halldórsson, og auk þess fimleika- kennari félagsins, Benedikt Jakobssön, sem hefur stjórnað 4. flokki. Nú er GuSmundur hættur, en áhrifa hans mun gæta lengi meðal knatt- spyrnumanna vorra. Og sigursól K.R. er enn á lofti, þvi að K.R. hefur nú enn verið svo hamingjusamt, að eign- ast nýjan GuSmund Ólafsson, þár sem er SigurSur Halldórsson, hinn nýi þjáTfari félagsins. Er hann máður framúrskarandi duglegur og fylginn sér, og hefur mikla þekkingu á knatt- spyrnu til að bera. Áhugi hans fyrir heill K.R. og sigri er öðrum til fyrir- myndar. Allir KR-ingar Vona, að á- rangur af þjálfun hans verði jafn á- gætur og fyrirrennara lians, en allir knattspyrnumenn K.R. eifra að Strengja þess heit á 40 ára afmæli félagsins, að endurtaka metið frá 1926 og láta alla knattspyrnugripi í öllum aldurs- flokkum falla í skaut K.R. á þessu ári. Slíka gjöf ber knattspyrnumönnum vorum að færa gamla K.R. á 40 ára afmælinu. 13

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.