Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 34
Kristjón L. Gestsson:
Iþróttahús K.R.
Sumarið 1929 keyptum við KR-ingar
stórt en gamalt hús, sem stóð á fögr-
um stað við Tjörnina í Reykjavík. —
Hús þetta hafði sjómannafél. „Bóran“
bygt og var húsið nefnt eftir því og
kallað Báruhúsið eða Bárubúð.
Húsið fengum við keypt fyrir 60 þús.
krónur. Var það þó að mörgu ieyti i
lélegu ástandi, en ióð hússins var met-
in mjög hátt. Áætlað var, að þær breyt-
ingar, sem við þyrftum að gera á hús-
inu, myndu kosta 30 þúsund krónur
— en K.R. átti i öRum sinum sjóðum
aðeins 5 þúsund krónur.
5 þús. kr. eign á móti 90 þús. kr.
skuld, það leit ekki sem best út.
En félagsstarfið hafði vaxið geysi-
lega, og eitthvert stórt átak þurfti, til
að húsnæðisvandræði sfæðu ekki félagi
okkar fyrir þrifum.
Og við, sem stóðum fyrir þessum
kaupum, trúðum á félagsþroska KR-
inga og við vissum, að sameinaðir
gætu þeir lyft þvi Grettistaki, að eign-
ast þetta hús. Við vorum bjartsýnir
á framtið K.R.
Húsið var keypt — nafni þess breytt
íþróttahús K.R. stóð nú á himun fagra
stað við Tjörnina, þar sem Báran hafði
áður staðið. Við borguðum okkar 5 þús.
kr. Hitt var i skuld. Bjartsýnin réði.
Síðan var húsinu bréytt mikið. setl
í það miðstöðvar- og baðtæki, keypt
nýtísku fimleika-áhöld o. m. fl. Breyt-
ingarkostnaður varð strax i byrjun 29
þús. kr. og síðar um 11 þús. kr„ svo
að nú stendur húseignin okkur i um
100 þús. krónum.
Það sýndi sig brátt, að félagar K R.
mátu þessar ráðstafanir mikils. Þeir
hófu þegar fjársöfnun sin á meðnl.
húsmálinu til styrktar. Alþingi fslend-
inga viðurkendi hið góða málefni K.R.
með þvi að sambykkja, að nokkur upp-
hæð af alþióðarfé skyhli rcnna til
KR-hússins. Þessu líkt gerði og stjórn
höfuðstaðarins. Auk þessa hafa ýmsir
mætir menn, bæði KR-ingar og aðrir,
sem standa utan við félagsskap vorn,
oftlega styrkt íþróttahús okkar með ríf-
legum gjöfum.
En félagið þurfti einnig að leigja
húsið til skemtanahalds um lielgar,
Leigðist það vel og skemtanir hafa á-
valt verið þar vel sóttar.
En þrátt fyrir alt þetta hefur hinn
fjárhagslegi róður oft verið þungur og
starfið margt. — En alt hefur samt
gengið vel fram á þennan dag og nú
er svo komið, að við skuldum ekki
meira i húsi okkar en 45 þús., en það
er metið til fasteignamats á 110 þús.
krónur.
Má því segja, að hagur hússins standi
nú með blóma og að bjartsýni þeirra
manna, sem húskaupunum réðu og trú
þeirra á dugnað félagsmanna og vel-
vilja annarra samborgara, hafi ekki
verið of mikil.
Nokkru eftir að húsið var keypt var
kosinu sérstakur gjaldkeri fyrir það.
Varð fyrir valinu Jóhannes Loftsson,
fulltrúi, valinkunnur ágætismaður, sem
allir treystu. Gegndi hann því starfi i
5 ár með svo mikilli prýði, að orð
var á haft. 2 árum eftir að hiisið var
keypt var kosin nefnd 5 góðra drengja
til að hugsa um rekstur hússins, ásamt
framkvæmdarstjóra þess.
Hafa allir þessir menn unnið fyrir
íþróttahús okkar af mikluin drengskap
og fórnfýsi og eiga ]>eir skilið óskorað
þakklæti allra KR-inga.
Eg veit, að fullyrða má, að ótrúlega
niikið gagn hefur K.R. liaft af húsi
sinu, bæði félagslega og fjárhagslega,
og ætla ég ekki að sundurgreina það
alt hér. En þó finst mér gjarnan mega
geta þess hér, að í lok þessa vetrar
hefur K.R. haft not af íþróttahúsi sinu
i 10 ár. Það mun ekki of mikið sagt,
að þar hafi farið fram á vegum fé-
lagsins 1000 iþróttaæfingar árlega. Ef
reiknað er, að hver kenslustund kosti
húsið 5 kr., sem mun vera mjög nærri
sannvirði, þá eru það til samans 50
jiús. kr. yfir timabilið alt. Hefur hús-
ið að langmestu leyti sparað félaginu
þessa upphæð á liðnum árum. Auk
þessa hefur bæði félagið sjálft og ýms-
ar deildir þess haft mikil fjárhagsleg
not af KR-húsinu, með því að hafa
forgangsrétt að þvi til skemtanahalds.
Um liið félagslega gagn. sem K.R.
hefnr haft af húsinu, ætla ég ekki að
fjölyrða, því að það má öllum vera
ljósf, hversu þýðingarmikið það er fyr-
íþróttahús K.R.
32