Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 27

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 27
Gamli skiðaskálinn. Þátttakendur í fyrstu innanfélagskeppni K.R., 1937. 4 norður á Kjöl, fengu þeir þar á sig þokur og rigningar og héldu þaðan upp á Skálafell og var ætlunin að ganga á Esju. En þegar upp á Skála- fell kom, var þar besta veður og næg- ur snjór, svo ekkert varð úr Esjuferð í það skiftið, og skemlu menn sér hið besta á fellinu til kvölds. Þetta ferðalag mun hafa átl sinn þátt í því, að í byrjun september 1930 fóru nokkrir ungir KR-ingar upp í Skála- fell og völdu þar stað fyrir skíðaskála. Staðurinn var valinn norðaustan í fell- inu i 57G metra hæð yfir sjávarmál, en um 4 km. í norður frá veginum við Bugðu, þangað sem næst verður kom- ist í bil. Var íiú tekið til óspiltra málanna við byggingu skálans; efninu var ekið að Bugðu og siðan borið upp í fellið. Öll vinna, bæði við flutninga og smíði var unnin í sjálfboðavinnu og sýndu allir ])eir, sem að þessu stóðu, undraverð- an áhuga og dugnað og var mörgum Æskan réttir örfandi hönd. sviladropanum úthelt i þágu þessa málefnis. Um mánaðamótin nóv./des. var að mestu búið að ganga frá skál- anum fyrir veturinn. Um 300 dagsverk voru unnin af 80 manns, en þau skift- ust frá V-i dagsverki upp i 30 dags- verk á mann. Skálinn var 0x8,60 mtr. ummáls, með eldhúsi, gangi, sal og litlu svefnlofti. Þegar byrjað var á byggingu skál- ans, voru ekki til nema um kr. 50.00 í skálasjóði og þótti mörgum það fífl- dirfska og lítil fynrhyggja, að ráðast í verk þetta með tvær hendur tómar, en fyrir ódrepandi elju allra, þeirra, sem að þcssu stóðu, og fyrir aðstoð nokkurra annara góðra manna, tóksl að leysa það mál á þann veg, sem besl varð á kosið. Vetur sá, sem í hönd fór, eða vet- urinn 1930—37, var óvenju mikill snjóa- vetur og sóttu um 1400 manns skálann. Veturinn 1937—38 var aðsóknin eitt- hvað svipuð, en aukning næturgesta varð töluvcrt mikil og fjölgar þeim stöðugt, sem fara á laugardagskvöldum og eru næturlangt. Kom nú brátt í ljós, að skálinn var of lítill og var þá tekin sú ákvörðun, að slækka hann alt að helming. í það var svo ráðist siðastliðið sum- ar og var það öllu meira verk en frum- bygging skálans; voru unnin um 400 dagsverk í sjálfboðavinnu. Ýmsir voru þeir, sem töldu þessa stækkun fásinnu eina og báru það einkum fyrir, að allir myndu hafa fengið sig fnllsadda á byggingu gamla skálans, en þetta reyndist öðruvisi, þvi að áhugi manna virtist hafa aukist að mun og margir góðir kraftar bættust i hópinn. Skálinn er nú 9x8,00 mtr. að flatar- máli, auk skíðageymslu 3x4 mtr. í skál- anum er stór salur 0x8,40 mtr., for- stofa 3x0,40, eldhús 2x3 og svefnloft 9x8,40 mtr. og rúmar það um 70 næt- urgesti. Þeir, sem kynnast skálalífinu og Skíðanefnd K.R. fyrir utan nýja skálann. 25

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.