Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 28

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 28
SIGURÐUR HALLDORSSON: @oc* fyjál jun, c^óð oamtöfi, yoU ^fiap - cv cicjuz ■fi-nattcp\j.tnuJloffftciinc>. skíðaferðunum, vita engar skemtanir heilsusamlegri né betri en að dvelja upp til fjaila í hópi skemtilegra fé- laga, iangt burt frá öllu dægurþrasi og skarkala bæjarins, enda er skálinn að öllu jöfnu vel sóttur og betra sam- komulag og einingu meðal svo margra manna, sem annars eru af ýmsum stétt- um og hafa mismunandi lífsskoðanir, er varla hægt að hugsa sér, og mætti það verða öllum félagsskap til sannr- ar fyrirmyndar. Þegar skálinn fyrst var kominn i notkun, fóru framfarir manna i skiða- íþróttinni að aukast; þó var vöntun á kennara tilfinnanleg, en til þess að ráða hót á því að nokkru leyti, fór einn af skíðamönnunum til Noregs veturinn 1937—38 og tók þar þátt í námskeiði, sem norska skíðasambandið hélt við Mjölfell í lok desembermánaðar. Þeg- ar hann kom heim aftur um miðjan janúar var tekið til óspiltra málanna við æfingar. Auk þess, sem æft var við skálann um helgar í svigi, stökki og göngu, fóru fram gönguæfingar hér i Hljómskálagarðinum, þegar snjór var i bænum. Munu KR-ingar eiga frum- kvæðið að því, að Hljómskálagarður- inn var tekinn til notkunar i þessu skyni. Síðan hafa ýms námskeið verið lialdin þar í skiðagöngu, en það sið- asta og um leið langstærsta er nám- skeið það, sem skíðamenn úr K.R. héldu þar fyrir börn og unglinga nú fyrir skemstu með um 500 þátttakend- um. í marsmánuði 1937 var haldin 18 km. kappganga á skiðum innanfélags og tóku 23 þátt i henni. Ákveðið var að taka þátt i Thulemótinu það sama ár, en vegna inflúensufaraldurs, er gekk hér i bænum um það leyti, gat ekk- ert orðið úr því. í Thulemótinu 1938 voru 10 þátttakendur frá K.R. og má telja frammistöðu þeirra góða, þar sem þeir urðu 4. í röðinni og ekki vant- aði nema 8 stig til þess að þeir liefðu sömu stigatölu og ísfirðingarnir, en eins og kunnugt er, hafa Vestfirðingar o^ Norðlendingar langtum betri að- stöðu vegna snjóa og þar að auki mun lengri reynslu að baki. t vetur er i ráði að taka þátt i tveim- ur mótum; er það Reykjavikurmótið, sem fer fram 4. og 5. mars og Thule- mótið 20. mars; um þátttöku í lands- mótinu hefur ekki verið tekin nein ákvörðun, en það verður haldið á ísa- firði um páskaleytið. Engu verður spáð um frammistöðu skíðamanna okkar á mótum þessum, Góð þjálfun er nauðsynleg, ef góð- ur árangur á að nást í knattspyrnu. Það cr ekki nóg, að leikmenn mæti á vissan æfingafjölda (til að fá sina krossa) og erfiði og slíti sér út meira en mannlegur likami þolir, ef ekki er hugsað um að gera rétt. Timi og orka knattspyrnumannsins eru dýrmætir hlutir. Þess vegna verður að vanda til hverrar þjálfunar, og altaf verður liugsunin að komast að. Knattspyrnu- maðurinn verður að forðast þá villu, að meta gildi hverrar æfingar eftir því, hve þreytlur hann er. Það á ekki við nema að litlu leyti. * Mörgum finst, að tæplega geti hér verið um mikla framför að ræða í knattspyrnu, með þeim skilyrðum, sem til staðar eru. Þetta er rangt. Knatt- spyrnan getur tekið liér stórfeldum framförum í náinni framtið, ef leik- menn 'og ,forráðamenh iþróttarinnar eru einhuga í þvi að nytfæra sér alt, sem að gagni getur komið. Mér finst það athyglivert fyrir okkur, það sem sagt er um heimsmeistarana i knatt- spyrnu frá 1934 og 1938, en það voru ítalir i bæði skiftin. Fagblöð, sem gerðu samanburð á leikni og styrk- leika þessara tveggja meistara frá sama landinu, sögðu, að meistararnir frá 1938 hefðu verið miklu betri, eða stað- ið flokki ofar. Sjálfir heimsmeistararn- ir tóku slíkum framförum. Ég held, að ]>að sé mun léttara fyrir þá, sem styttra eru komnir, að ná framförum en hinum. Meiri kunnátta, betri sam- en óliælt er að fullyrða, að þeir liafa tekið stórum framförum, þrátt fyrir snjóleysið, og vonandi verða þeir eng- ir eftirbátar annara íþróttamanna fé- lagsins í því að afla því sæmdar á 40 ára afmælinu. tök og um leið meiri leikni, er það sem við verðum að keppa að, þá kem- ur hinn góði árangur. * Hættulegt er það fyrir knattspyrnu- flokk, ef allir leikmenn hafa ekki full- an áhuga til að þjálfa sig sem best þeir geta, sem sé, ef það þarf að minna þá á, eða jafnvel sækja á hverja æf- ingu. Það kemst þá inn hjá þeim, að þeir séu að þessu fyrir alt aðra en sjálfa sig. Þá vantar allan félagsþroska og um leið hina sönnu leikgleði knatt- spyrnumannsins, en án hennar verður enginn nema hálfur maður á vellinum. ★ Hér er kvartað mikið undan slæm- um skilyrðum til knattspyrnuþjálfunar. Það er rétt, að þau eru ekki eins góð og á yrði kosið, en knattspyrnumenn verða að forðast allan óþarfa „barlóm“, sem alt of mikið er af hér, því hann dregur aðeins úr öllu framtaki, en hjálpar ekkert. Satt er það, að liér vantar bæði velli, þjálfara og liúsnæði, en áður en menn berja sér alt of mik- ið, er það athugandi, að hér er ekk- ert af þessu notað eins vel og efni standa til. Tökum völlinn til dæmis. Hann má nota miklu meira en gert er, hæði á sunnudögum og svo á milli kl. 0%—7% á kvöldin. — Einnig er það slóðaskapur, að vera ekki búinn að lýsa hann upp fyrir löngu, svo hægt væri að þjálfa sig á livaða árstíma sem er, þegar veðurskilyrði leyfa. í allan vetur hefði mátt þjálfa að jafnaði ann- an hvern dag, livað veður og færð snerti, ef Ijósin liefðu verið til. Það má henda á það í þessu sambandi, nð skiðamenn okkar eru farnir að þjálfa sig við ljós og láta mjög vel yfir þvi. ★ Góð þjálfun, góð samtök, gott skap, alt eru þetta einhverjir nauðsynlegustu 26

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.