Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 30

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 30
Regína Magnúsdóttir. sundraunir í sundlaugunum við Reykja- vik: 1) 1000 m. bringusund. 2) 200 m. baksund. 3) 200 m. bringusund í öll- um fötum. 4) Afklæddist á sundi. 5) 19 metra kafsund. G) kafaði eftir hlut á 2Vn m. dýpi. 7) 50 m. sund, frjáls aðferð. 8) 50 m. björgun. 9) 25 m. sund í öllum fötum. 10) 25 m. björg- un í öllum fötum. 11) Leysiaðferðir i vatni. 12) Lífgun. Öll sundraunin var leyst af hendi á 46 min. 4G.6 sek. 1934 fór meistaramótið fram á Ak- ureyri og fóru þangað tveir KR-ingar, þeir Haukur Einarsson og Sigurður Runólfsson og stóðu sig ágætlega. 1935 fór sundmeistaramótið fram á Álafossi og hlutu Guðbrandur Þorkels- son og Pétur Éiríksson þar verðlaun. Sumarið 1936 vann Pétur Eiríksson það frækilega afrek, að synda úr Drangey til lands, á 5 klst. 19 mín. og þótti það vel gert af 19 ára, óhörðn- uðum unglingi. Aðeins tveir menn aðr- ir hafa leyst þessa sundraun af hcndi, svo vitað sé, þeir Grettir Ásnmndsson og Erlingur Pálsson. Á sundmeistaramótinu, sem haldið var að Álafossi þetta suraar, tóku KR-ingar þátt í ýmsum sundum og t,óku nokkrir þeirra verðlaun. Á fyrsta sundmótinu í Sundhöllinni, 3. júní 1937, voru 12 þátttakendur frá K.R. og tóku Guðbrandur Þorkelsson, SVanberg Iiaraldsson og Björg Þor- steinsdóttir verðlaun. Um miðjan júlimánuð synti Pétur Eiríksson frá Viðey að steinbryggjunm i Reykjavik á 1. klst. og 30 min. I sundmeistaramóti l.S.l. 1937 voru þátttakendur frá K.R. aðeins 5, og tók Guðbrandur Þorkelsson verðlaun i 100 og 400 m. frjáls aðferð. 1938 var sundmót 15. og 17. mars. 13 þátttakendur voru frá K.R. Björg Þor- steinsdóttir lilaut 2. verðlaun i 400 m. bringusundi, og i 100 m. bringusundi fyrir stúlkur innan 16 ára tóku Hulda Bergsdóttir, Hólmfriður Kristjánsdótt- ir og Ragnheiður Eide öll yerðlaunin. Á sundmeistaramóti Í.S.Í. 1938 voru 12 þátttakendur frá K.R. Guðbrandur hlaut þar 3. verðl. í 100 m. baksundi og í boðsundi 4x50 m. hlaut sveit K.R. meistaratitilinn. Þann 19. júni synti Guðjón Guðlaugs- son úr Engey að steinbryggjunni í Reykjavík. Tími hans var 1 klst. 15 mín. Ennfremur synti Guðjón i júlímánuði yfir Skerjafjörð að Lyngholti og það- að inn að Arnarnesi. Þessi vegalengd er um 4300 metrar. Tími hans var 1 klst. 47 mín. 50.2 sek. Hann synti ó- smurður, og er það lengsta sund, sem hér hefir verið þreytt þannig, svo að vitað sé. Þann 2. ágúst var háð kappsund yfir Eiðið fyrir innan Reykjavik, og er það um 550 m. Keppendur voru 3 KR-ing- ar, þeir Pétur Eiríksson, Guðjón Guð- laugsson og Gunnar Þórðarson, og var Pétur fyrstur. Þann 13. ágúst synti Pétur Eiriksson yfir Oddeyarál í Eyja- firði á 18 mín. 33 sek. og er það nýtt met. Hið eldra var 20 mín., sett af Hauk Einarssyni 1935. í sundmótinu 4. des. voru 6 þátttak- endur frá K.R. Verðlaun hlutu Ingi- björg Marteinsdóttir, Rafn Sigurvins- son og Guðbrandur Þorkelsson. Eins og lesendur sjá af framanrit- uðu er og hefir ágætis sundfólk ver- ið í K.R. Það má óhætt segja það, að ekki hefur verið unnið að því sem skyldi innan félagsins, að efla sund- íþróttina og tel ég það fyrst of fremst vera því að kenna, að sundinu var sleppt úr Allslierjarmótinu. Hefði það ekki verið gert, hefði verið óhjákvæmi- Icgt fyrir félagið að leggja meiri rækl við sundið, eins og aðrar íþróttagrein- ar, því úrslit mótsins voru oft undir því komin. En þrált fyrir alt eigum við altaf á- gætís sundmenn og konur, og ííesla þolsundsmennina. Um leið og minst er á sundið meðal KR-inga, þá kemst maður ekki hjá þvi að minnast hins ágæta íþróttamanns og brautryðjanda sundíþróttarinnar i K.R., Kristjáns L. Gestssonar, sem hef- ir altaf og er ennþá sívakandi, og boð- inn og húinn til að gera alt til efl- inar sundíþróttinni, og leyfi ég mér fyrir hönd allra IíR-inga, sem sund iðka, að þakka þér, Kristján, af alhug, fyrir alt, sem þú hefur unnið fyrir okkur, og eg vona, að við eigum eft- ir að njóta aðstoðar þinnar í mörg ár enn. Lifðu heill! KR-ingar! Þið, sem eruð í sundnefnd, eg treysti ykkur öllum til þess að vinna að því, ásamt stjórn félagsins og kenn- ara, að hvetja þá, sem þegar eru í sundflokknum, og aðra, sem líklegir eru til þess að ná verulegum árangri í sundi, að sækja vel æfingar. Því að- eins er hægt að búast við góðum ár- angri og sýna! það í verki, ’að við viljum heill K.R. Félagið hefur nú ráðið til sin nýjan sundkennara, Jón Inga Guðmundsson, sem er liinn áhugasamasti kennari og vinnur hann nú, ásamt stjórn félags- ins að því að skipuleggja sundflokkinn. Jón Pálsson liefur nú hælt sundkenslu hjá K.R. og leyfi ég mér fyrir hönd Magnús Magnússon frá Kirkjubóli. 28

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.