Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 24

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939 - 01.01.1939, Blaðsíða 24
Einar S. Guðmundsson sigraði óvænl i 800 m. m. hlaupi og hinn 17 ára gamli Anton sigraði í fimtarþraut i forfölium Kristjáns, sem meiddist. Og boðhlaupssveitin sigraði eins og fyrri daginn. — 5 KR-ingar kepptu í bæja- keppninni í Eyjum og stóðu sig hver öðrum betur, og setti Óskar Sæmunds- son nýtt met í sleggjukasti, 39.05 m. — Á meistaramótinu hlaut K.R. 13 meist- arastig. Sveinn og Kristján urðu þre- faldir meistarar og setti Kristján nýtt met í kúluvarpi (13.74). Sverrir varð tvöfaldur meistari, en „einfaldir“ urðu Jóhann Bernhard, Haukur Einarsson og Vilhjálmur Guðmundsson (i sleggju- kasti). K.R. vann og bæði boðhlaupin. — Magnús Guðbjörnsson sigraði í Ála- fosshlaupinu og Jón H. Jónsson hlaut 2. verðl. — Drengjamótið vanst glæsi- lega. Ungur og efnilegur KR-ingur, Sig- urður Finnsson, setti 4 ný og glæsileg drengjamet, og hlaut flest stig á mót- inu. Þeir Anton og Guðbjörn sigruðu hvor í 2 greinum. Sex KR-ingar kepptu i bæjakeppni drengja og stóðu sig vel. — Á innanfélagsmótinu sigraði Krist- ján í 5 greinum og setti met í kúluvarpi beggja handa (22.45). Sverrir sigraði i 4 greinum, Sigurður Finnsson í 3, og Georg E. Sveinsson og Magnús Guð- björnsson í 2. í drengjamótinu skiir- uðu þeir Sigurður, Anton og Guðbjörn fram úr og setti Sigurður drengjaniet í kúluvarpi (16.49), og Haukur Hvann- berg í hástökki (1.60). Meðal yngri drengjanna skaraði Gunnar Huseby fram úr og setti 4 met. — Sveinn Ing- varsson hlaut Meistaramótsbikarinn fyrir besta afrek Meistaramótsins (11.0 i 100 m. hl.) og Afreksbikar K.R. fyr- ir að hlaupa 100 m. á 10.9 sek. á Alls- herjarmótinu, — og lýkur þar með þessari „stuttu“ upptalningu. Eins og þeir sjá, sem nenna að lesa þetta brot úr iþróttasögu K.R., hefur félagið, frá þvi að vera byrjandi i frjálsum íþróttum, unnið sig upp í það að verða besta íþróttafélag landsins, og halda því virðingarheiti í samfleytt 11 ár, eða frá 1928 óslitið. Á þessu ævi- skeiði hefur félagið unnið 10 Víða- vangshlaup af 18 og tekið tvo bikara til eignar, unnið 12 Drengjahlaup af 16 og tekið alla (4) bikarana til eign- ar, öll Allsherjarmót frá og með 1928, 8 Drengjamót af 14, og hlotið 80 meist- arastig af 193. Til samanlnirðar má geta þess, að K.V. hefur hlotið 38 meist- arastig, Ármann 37, f.R. 28, en önnur félög aðeins örfá. KR-ingurinn ólafur Guðmundsson er sá íþróttmaður þessa lands, sem flest meistarastig hefur hlot- ið, eða 14 alls. Þá kemur Kristján Vatt- nes með 13, og Karl Vilmundsson úr K.V. og Ármann með 10. Sveinn Ing- varsson hefur hlotið 9, ásamt tveim öðrum, Ingvar Ólafsson 8, Garðar S. Gíslason 7, og Geir Gígja og Sverrir Jóhannesson 5. En auk þeirra hafa margir KR-ingar færri meistarastig. Sá maðurinn, sem mest og best hcf- ur unnið að þessum viðgangi K.R. í frjálsum iþróttum er Kristján L. Gests- son. Hann á frumkvæðið og byrjunina og hann kemur þessum hvítvoðung fé- lagsins á legg og sleppir ekki af hon- um héndinni fyr en hann er fullkom- lega sjálfbjarga. — Hann hefur hafl brennandi áhuga á þessu máli, þvi að öðru visi fæ ég ekki skilið liin geysi- legu afrek hans í þágu félagsins. Krist- ján er enginn meðalmaður, það vitum við KR-ingar mætavel. En verk hans er furðulegt, næstum ótrúlegt. Hann ekki aðeins hvatti til þessarar byrjun- ar og undirbjö hana, heldur var hann líka sjálfur aðalkeppandinn lengi fram- an af og lengst af æfingastjórinn. Auk þess var hann á þeim árum einn aðal- knattspyrnumaður félagsins, formaður þess og fjáraflamaður, og frístundirnar hans á þessum árum, sem ekki hafa farið í K.R., eru áreiðanlega léttreikn- aðar. í stuttu máli: Hann var K.R. Sem litinn en þó virðingarvott fyrir hið fjölþætta og giftudrjúga brautryðj- andastarf Kristjáns Gestssonar fyrir frjálsum íþróttum i K.R., var hann af íþróttanefnd félagsins 1937 sæmdur heiðursmerki, silfurkrossi með KR- merkinu í úr gulli. Mættum vér eignast marga slíka for- ystumenn sem Kristján L. Gestsson! Betri ósk á ég ekki' félagi minu til handa. ERTU SANNUR ÍÞRÓTTAMAÐUR? Til keppanda: 1. Leikur þú knattspyrnu vegna íþrótt- arinnar sjálfrar? 2. Leikur þú fyrir flokk þinn, en ekki fyrir sjálfan þig? 3. Hlýðir þú skipunum fyrirliða þíns án möglunar? 4. Hlýðir þú úrskurði dómarans, án andmæla? 5. Kantu að sigra, án þess að það stígi þér til höfuðs, og að tapa án þess að verða óánægður? 6. Vildir þú heldur tapa en að sigra óheiðarlega? Ef svo er, þá getur þú orðið sannur íþróttamaður. Til áhorfanda: 1. Neitarðu að viðurkenna fallegan leik móstöðumanna þinna? 2. Sendirðu dómaranum tóninn, þeg- ar þér ekki líkar ákvörðun hans? 3. Viltu að þitt lið vinni, jafnvel að óverðskulduðu? 4. Sækistu eftir að rífast við áhorf- endur, sem ekki fylgja sama liði og þú. Ef svo er, þá ertu ekki sannur íþrótta- maður. Reyndu að verða það! 22

x

Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælisblað Knattspyrnufélags Reykjavík 1899 - 1939
https://timarit.is/publication/660

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.