Morgunn - 01.06.1927, Síða 8
2
MORGUNN
hefir verið spíritismi, a<5 þeirri alheimshreyfingu, sem húnr
er orðin. Þið skuluð ekki gera ykkur í hugarlund, að það s&
áfergjan eftir því að þekkja útfrymið út af fyrir sig, eða.
að fá vitneskju um firðlirifin, eða lyftingar á hlutum, eða
einhver óskiljanleg ljás, eða jafnvel hina og aðra kynlega
hœfileika, sem með mönnunum búa og sálarrannsóknirnar liafa
sannað að með þeim búa. Þetta er hugðarefni einstökum
mönnum, með sérstaklega vísindalegt upplag. En það er ekki
þetta, sem grípur utan um hjartað í mönnum, eins og þeir ger-
ast ílestir. Öll þekking er auðvitað mikilsvirði. Sannleikur-
inn er vafalaust dýrmætur, í liverri mvnd sem hann birtist.
Og vér vitum aldrei, hver ný sannindi, né hve mikilvæg sann-
indi, kunna upp úr honum að spretta, hvað lítilmótlegur, sem
okkur kann að virðast liann í íyrstu. En hitt er víst, bersýni-
legt og ómótmælanlegt, aö þær margvíslegu hliðar, sem á sann-
leikanum eru, eru misjafnlega vel fallnar til þess að vekja
áhuga og eldmóð fjöldans.
Það er vegna þess, að svo miargir hafa fengið þá sannfær-
ing, að annaðiivort liafi sálarrannsóknirnar þegar svarað, eða
séu sérstaklega líklegar til að svara, öðrum spurningum mann-
anna en þeim, sem eingöngu koma við þessum heimi, að málið
hefir hlotið það hraðbyri, sem það hefir fengið í seglin á
síðustu tímum.
Eg held, að það sé ekki fjarri sanni að segja, að djúp-
settasta spurning mannanna iriuni vera SÚ; Uvernig skiftir
það í raun og veru við oss, þetta allsiierjarvald, sem vér
nefnum guð? Að minsta kosti er þessu svo farið í augum
margra manna. AJlir finna, að þetta líf gefur að minsta kosti
fæstum neitt fullnægjandi svar við þeirri miklu spurn-
ingu. Trúarbrögðunum hefir verið ætlað að bæta úr þessu.
En trúarbrögðin eru í augum svo margra manna ekki ein-
göngu ósannað, heldur líka í meira lagi vafasamt mál. Eng-
um blöðum er um það að fletta, að mörgum finst alt annað
en vel skift við sig af hálfu þess valds, sem veröldinni stjórn-
ar. Þeir eru margir, sem ekki sjá neitt rjettlæti, né heldur
neina miskunnsemi í þeirri stjórn.