Morgunn - 01.06.1927, Page 9
M 0 R G U N N
3
Getur það verið, að unt sé að svara þessari spurningu
á annan veg en með nieira og minna sniðugum heimspekileg-
um bollaleggingum og ósönnuðum staðhæfingum? Það er
ókleift að svara henni með staðreyndum þessa 'lieims, sem
vér verðum varir við að jafnaði. Getur það verið, að unt
sé að svara henni með staðreyndum einhvers annars iieims,
sem vér með einhverju móti fáum náð til? Það er leitin eftir
þessum möguleika, sem sálarrannsókniimar eru meðal annars
að fást við. í auguin sumra manna er þessi leit fífldirfska
eða hin mesta heimska. L augum annara er hún það milril-
vægasta, sem verið er að fást við á þessari jörð. Meðal þeirra
manna var Gladstone.
Já, hvernig slriftir guð við oss ? Getur það verið, að það
sé eingöngu fyrir slcammsýni vora, að oss finst alloft sem þau
viðskifti séu ekki sem bezt? Trúarbrögðin iiafa lialdið því
fram. En þeim liefir áreiðanlega veitt örðugt að sannfæra
menn um þetta. Þegar alt hefir leikið í lyndi, hefir það
verið noldcuð auðvelt. En það liefir reynst torveldara, þegar
gaman lífsins liefir farið að grána. Mönnunum, sem hafa biiið
við góð kjör, iiefir veitt það nolckuð létt að trúa því, að
guð sé réttlátur — einkum ef það liefir eklri telcið þá mjög
sárt að sjá ófarir annara. En hinir, sem sætt hafa þungum
búsifjum af lífinu, hafa ekki verið jafn-sannfærðir. Er nokk-
ur leið til að finna réttlretiðí
Agætur íslenzkur rithöfundur, Gestur Pálsson, lætur eina
af sögupersónum sínum halda því fram, að réttlætið komi
fram hér í heimi. Þessi maður í sögunni trúir eklri á annað
líf. En það er hans tni, „að maður fái alt endurgoldið í
þessu lífi með rentum og renturentum“ — „að hver einstakur
maður fái öll sín verlc og orð endurborguð í þessu lífi, laun
frrir gott og hegningu fyrir ilt.“
Eg get ekki rökrætt þetta mál í kvöld, enda held eg, að
þess þurfi ekki. Eg held, að þið finnið það öll, að þetta sé
misskilningur. Ef einliver er, sem trúir þessu, ])á held eg, að
liann sé betur kominn., ef liann losnar við ])á trú. Eg held.
1*