Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 12
MORGUNN
6
þá hefir aðalerindi framliSinma manna til vor verið það að
sanna, að þeir lifi eftir dauðann og að skýra okkur frá þeini
iieimi, sem þeir lifi nú í, og þar á meðal að reyna að gera
okkur skiljanlegt, livað það sé, sem þar hefir gildi. Og það
er þctta erindi, sem hefir hrifið hugi fólksins, og gefið iireyf-
ingunni byr í seglin.
En jaíníramt er vert að gefa gætur að því, að einmitt
þetta hefir líka orðið til þess, frá annari hlið, að aftra hreyf-
ingunni. Flestir sálarrannsóknamenn um allan heim munu
hafa orðið varir við þá skoðun, að þær rannsóknir eigi að
halda sér gersamlega aðskildum frá trúarhugmyndunum. Eg
veit ekki, hvernig það er hugsað, að slikt aatti að gerast. En
þetta eru sumir að heimta. AuðvitaS er mótspyrnan gegn
málinu, bæði frá kirkjunni og vísindamönnunum, aðallega
af því sprottin, að trúarhugmyndirnar hafa blandast inn í
málið. Kirkjan hefir ekki viljað þennan nýja trúarstraum
inn í sig og hefir fundið honum það til foráttu, að hann sé
ókristilegur, eða jafnvel djöfullegur. Vísindamennirnir og Iiinir
og aðrir óvinir kirkjunnar liafa snúið ásökuninni við og sagt,
að hreyfingin væri ekkert annað en uppyngdur kristindóm-
ur, sem þeir vilji ekkert liafa sarnan við að sælda. Iívernig
haldið þið að standi á því, hvað afar-örðugt hefir reynst að
fá vísindamennina til þess að kannast við miðlafyrirbrigðin,
xvo að ]>eir hafa jafnvel lieldur viljað gera sjálfa sig að
flónunx en að láta undan? Auðvitað stafar ]>að af því, að
þeir sjá ]xað, að ef þeir kannist við íyrirbrigðin, þá sé leiðin
orðin stutt, þangað til þeir verði líka að kannast við ])að,
að mörg þeirra standi í sambandi við annan lieim. Og það
er viðurkenning annars heims, sem þeir vilja fyrir hvern
mun forðast.
Sir Arthur Conan Doyle lxefir svarað ágætlega þeim
mönnum, sem hugsa sér að halda trúarhugmyndunum. utan við
sálarrannsóknirnar, og hann, gefur þar yfirlit yfir það, hvað
hafi áunnist við þær rannsóknir á því sviði, sem liingað til
hefir 'heyrt trixnni til, en nú er að færast inn 4 svið þekking-
arinnar. Eins og þið skiljið, er baráttan um það að gera svo