Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 16
10
MORGUNN
liverfi er frá einhverjum æðri sjónarliól. Náttúruvísinidin
.segja oss, að efninu sé alt annan veg farið en vér skynjum
það. Eins kann að vera um eterinn, að honum sé alt öðru
vísi háttað en íramliðnir menn skynja liann. En það skiftir
engu máli í þessu sambandi. Hitt skiftir máli, livernig skynj-
unin er.
Conan Doyle tekur það fram í þessum línum, sem eg
las yltkur, að liin nýja tilvera sé oss alveg eðlileg, umhverfið
eigi vel við oss, unaðsemdunum sé svo liáttað, að vér getum
notið þeirra, og skyldunum svo farið, að einstaklingsliæfi-
leikarnir fái notið sín að fullu. Um þetta ber öllum saman,
þeim er komist liafa í samræmi við þessa nýju tilveru, eins
og Sir Arthur kemst að orði — því að auðvitað verðum vér
að hafa þaS hugfast, aS misbrestur getur orðið á því fyrir
■oss, þegar vér komum yfir um. En hvers vegna er oss það
•eðlilegt, þetta nýja líf — mörgum af oss vafalaust tafarlaust
oftir „heimkomuna“ ? Sennilega einkum og sérstaklega fyrir
þá sök, að oss virðist þetta nýja líf nokiairs líonar áfram-
hald af því líl'i, sem vér erum nýkomnir úr — svo náið áfl’am-
liald, að Sir Oliver Lodge skirrist við að tala um næstu til-
verustigin sem „annan lieim“. ironum finst það sami heim-
urinn, sem sá, er vér lifum í, en viðhoríið annað. Það virð-
ist vera, eins og Sir Oliver tekur líka fram einhverstaðar,
mikill vísdómur og mikill góðleikur í þessu fólginn að liaga
tilverunni svo, að oss bregði ekki of niikið við, að alt sé oss
eins og kunnugt að einhverju leyti, þó að alt sé orðið nýtt.
Nú vill svo einkennilega til — og í ininum augum skringi-
lega —, að þessi gæzkufulli vísdómur Ilans, sem ræður til-
verunni, hefir verið gerður að árásar- og ofsóknar-efni á sál-
arrannsóknirnar og spíritismann. Þessar hugmyndir um
„Iiimnaríki“ eiga að vera svo lilægilega lítilsigldar og jarð-
kendar. Menn, sem virðast una einstaklega vel hinum jarð-
nesku gæðum, hvort sem það er nú auður, eða völd og mann-
virðingar, eða skemtanir, eða vín, eða jafnvel þótt ekki sé
annað en óvirðing og ófarir manna, sem eru ekki á sömu
skoðun sem þeir sjálfir, eða 'hvað sem það nú er, sem Iiugur