Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 19
M 0 E G U N N
13
hugmyndii' kunna ekki að breytast með aukinni þekkingu.
Flestar liugmyndir liafa orðið að sæta þeim örlögum. En eg
bendi á það, að þær hugmyndir, sem eg ætla nú að minnast
á, eru þær sem menn telja nú sannastar og réttastar. og þeim
verðum við að gefa gaum, þangað til aðrar koma, sem iiafa
meira til síns máls.
Fyrst er þá ef til vill þess að gæta, að oft virðist svo,
sem skeytin komi ekki beint til miðilsins frá þeim, sem
jsendir þau, heldur verði liann að nota millilið, einn eða
fleiri, til þess að koma því til miðilsins, sem liann ætlast til
að berist til jarðneskra manna. Fyrir þessu er reynsla um
allan heim. Við höfum liaft mikla reynslu af þessu nú síð-
ast í sumar. Endurminningasannanir gengu ekkert lijá miðli,
sem við vorum að reyna við, fyr en tilhögundn varð sú, —
sem auðvitað var gerð frá ósýnilegu hliðinni — að persóna,
er virtist og sagðist vera lítill drengur, fór að tala af vör-
um miðilsins, og fékk það, er liann átti að skila, frá annari
persónu, sem sögð var vera lítil stúlka; en hún fékk aftur
það, sem liún flutti, frá þeim, er tjáði sig vera að senda
.skeytin. Þetta geklc ágætlega. En að hinu leytinu sjáið þið,
að þegar skeytin verða að fara gegnum milliliði, áður en
þau komast til miðilsins, þá er þegar í því atriði einu
fólgin hætta við það, að eitthvað verði misskilið og skalct
með farið.
Því næst verða skeytin að komast gegnum miðilinn
sjálfan. Yér vitum ekki, hve miklir örðugleikar oft ltunna
á því að vera, að þap komist það rétt, ekki sízt þar sem
aðferðin oft virðist sú, einkum með ritmiðla, að slceytin eru
ekki beint orðuð í ósýnilegum heimi, heldur látið við það
sitja, að koma liugsununum inn í miðilinn. Það er vitanlega
mjög misjafnt, hve hæfir miðlarnir eru til þess að verða
með þessum hætti að hreinum liugsanafarvegunii.
Þá virðist og mjög misjafnt, hve hæfir hinir framliðnu
menn eru til þess að koma frá sér skeytum. Stundum hef-
ir því veriö haldið fram, aö tal þess þurfi að einliverju
leyti samsvarandi hæfileika eins og miðlarnir hafa liér á