Morgunn - 01.06.1927, Síða 21
MORGUNN
15-
hafa stöðugt fylgt sannanir, a8 vér hofum rótt til þess a<S
taka hana gilda. Jafnskjótt seimi vér hættum að krefjast sann-
ana, eru allar sálarrannsóknir undir lok liðnar, í þeim skiln-
ingi, sem það orð er nú notað. Og jafnframt lield eg, að-
spíritisminn færi þá að verða nokkuð varhugaverð lireyfing..
Eg iield ekki, að það sé iieillavænlegt sálarástand að sækjast
stöðugt eftir sannanalausum staðhæfingum.
Nú er auðvitað svo um allar lýsingar á öðrum heimi, að
á því stigi, sem vér mennirnir stöndum enn hér í heimi, verða
ekki færðar fullkomnar sannanir fyrir þeiim. Yér getum kom-
ist langt í þá áttina. En vér verðum að fara nokkurs konar
krókaleiðir. Vér verðum að láta framliðna menn koma með
sannanir á uðrum sviðum. Geti þeir það, fer að verða al-
varleg ástæða til þess að leggja hlustirnar vandlega við því,
sem þeir segja um kjör sín og annara í öðrum heimi. Eg leyfi
mér í þessu samibandi að minna á ummæli mín í síðara er-
indinu um „Raymond“ í bók minni „Líf og dauði“. „Mér
finst afar-ólíklegt, að þeim (þ. e. framliðnum mönnum) sé
svo miklu örðugra að segja eittlivaS rétt úr öðru lífi en að
muna og koina með smávægileg atvik úr sínu jarðneska lífi,
að alt úr jarðneska lífinu geti orðið rétt hjá þeim, eins og-
segja má að það liafi orðið hjá liaymond, en að ekke) t
verði iijá þeim annað en vitleysa, þegar þeir fari að lýsa
þeim heimi, sem þeir eru nú í.“ Eg er ekki að halda því fram,
að sannanirnar þurfi að sjálfsögðu að vera sama eðlis eins og
lijá Iiaymond. Það eru til fleiri tegundir af sönnunum í
þessu máli en endurmdnningasannanirnar. En hinu held eg*
fram, að einlwer tegund af sönnunum verði að koma meö
lýsingum frá öðrum heimi, til þess að nokkuð sé í þær varið.
Og í mínum augum er það varasamt að leggja trúnað á slíkar
lýsingar, ef sannanirnar vantar meö öllu.
Sennilega ætti eg að láta hér staðar numið, bæði til þess.
að þetta verði ekki of langt og líka til hins, að það verði
ekki alt of sundurleitt. En inér finst, eg geti ekki bundist
þess að minnast á eitt atriði enn í sambandi við þetta máL