Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 26
20
MORGUNN
trú á neinni breytingu, sem aö eins nær til liins ytra fyrir-
Jíomulags, aö ])að eitt út af fyrir sig verði mönnunum nokk-
urt lijálpræði. Þegar alt kemur til alls, er það liugarfarið,
sem þarf að breytast. Þekkingin á öðrum lieimi verður að
láta mennina komast í skilning um þaíi, að kappleikurinn
eftir meira lianda sjálfum þeim en því sem þeim er nauðsyn-
legt til þess að lifa menningarlífi, er heimslca. Bn fyrirltomu-
lagið þarf þá að vera sniðið eftir þeim skilningi, að það sé
fyrir heildina, sem vér eigum að vinna, og ekki hafa í sér
fólgna stöðuga freistingu til þess að skara eld að sinni eigin
köku.
Eöa rennum huganum til hinnar gífurlegu og geypi-
iegu stóttabaráttu, sem nú æðir um heiminn. Reynum að
iiugsa okkur þann óróleik og þá æsingu og þá sálarkvöl, sem
lienni er samfara. Vitaskuld getur ekki mannlegt ímyndunar-
afl náð út yfir slíkt.
Loks eru vopnaviðskiftin og manndrápin í stórum stíl,
sem alt af eru einliverstaðar á jörðunni og ófriðarhættan, sem
er nálega alstaðar. Frá sjónarmiði sambandsins við aiinan
lieim erum vér mennirnir stöðugt að magna það loftslag, sem
líkist mest eitruðu gastegundunum á vígvöllunum.
Um nokkuð marga áratugi liefir afburða-vit mannanna
langmest farið í það .,að gera oss jörðina undirgefna,“ að
koma skipulagi á og hagnýta oss öfl náttúrunnar. Eg get ckki
iiugsað mér annað en árangur sálarrannsóknanna — sem von-
andi eflist og skýrist stöðugt meira og meira — ýti meðal
annars undir það, að vitinu verði sjerstaklega varið til þess
að koma hentugu skipulagi á siðferðilegu öflin, lagfæra sam-
búð mannanna, uppræta æsinga-girndina, beizla samkepnina,
jafna svo kjör mannanna að stéttabaráttan líði undir lok og
girða með öllu fyrir það liámark skrælingjaháttarins að drepa
hver annan, þegar mönnum semur ekki. Svo mikið fer mann-
lcynið að vita um annan heim, að annað er óhugsandi en að
það verði friðlaust ef'tir að fá því framgengt, sem eg liefi
nú minst á. Og þegar viljinn til þess goða verður orðinn nógu