Morgunn - 01.06.1927, Side 27
MORGUNN
21
sterkur og nógu alraennur, þá hygg eg, að fásinna sé að ör-
vœnta um máttinn.
Og svo aðeins eitt enn. Úr því að eg fór að tala um hug-
myndirnar um rétta iiegðun í samjbandi viö sálarrannsókna-
málið, finst mér ekki, að eg geti alveg gengið fram lijá því.
Vér vitum ekkert um eilífðarákvörðun vora, í orðsins
eiginlegu merkingu. En hún viröist vera sú sama í öllum
þeim iieimum, sem vér höfum spurnir af, eða tilverustigum
— hvað sem viö viljum nú kalla það: aS verða sem beztir
þjónar guSs. 1 öllum þeim hlutum tilverunnar, sem vér höf-
um fengið nokkura vitneskju um, starfar guö með þehn hætti
— að minsta kosti á siðferðilega sviðinu — að nota aörar
verur sem þjóna sína. Eg er ekki að segja neitt um það, að
hann starfi eltki líka meö öðrum hætti. En þetta er sú að-
ferð, sem vér jarðneskir menn verðum varir við. Og þetta er
sú aðferðin, sem framliðnir menn verða líka varir viö. í ein-
hverri þjóns-stöðu Hans er oss ætlað að lenda. Og sú þjón-
usta íyrir guð er alt af sama eðlis, þar sem liugur vor get-
ur náð til: þjónusta fyrir sannleikann og þjónusta fyrir ná-
unga vorn. Enn reynist þaö tvent með djúpsettustu sannind-
um alheimsins, sem á var bent fyrir 19 öldum: að æðsta
konungstignin sé í því fólgin aö bera sannleikanum vitni, og
að þaö sem mennirnir geri einum af minstu bræðrum sínum,
Jþað liafi þeir gert Kristi.