Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 32
26
M O R G U ls N
jafnframt: „Hugsaðu ákveðið um andlitsdrættina, alveg eins
og þeir eru! Hugsaðu um iiárið! Augun! Hugsaðu um vaxtar-
lagið. Iiugsaðu um liandleggina! Ilugsaðu um hendurnar!
Hugsaöu um fæturna!“
Þá setti hann eitthvað meira af efni yfir hana og bjó
til föt hennar; en ekki með hennar hugsun. Fötin voru yndis-
lega falleg skykkja úr smágerðri slæðu.
I sama bili, sem hún var að stíga fram úr byrginu, kom
presturinn Georg H. Brooks aS lilið liennar og sagði: „Eg
mtla að fara út meS þér.“ (Þessi prestur var nafnkendur fyrír
■erindi, er hann flutti um spíritismann, og fórst í hótelbruna í
Arizona á síðasta ári). Hann hikaði sig eitthvað, og frú Vlasek
beið ekki eftir honum, en færði sig fram úr tjöldunum inn í
hringinn. Þá gerðist kynlegur atburður. í stað þess að sjá
fundarmenn, virtist hún blind. Ilún reyndi af alefli að geta
:séð, og eftir fáein augnablik kom sjónin. Fyrst sá hún litla
■dóttur miðilsins. Næst reyndi hún að tala, en gat ekki komið
upp nokkuru orði.
Þá kom maður til liennar og hún féklc styrkjandi straum-
aveiflur frá honum. Þær lentu á brjóstinu á henni og nú
gat liún talað. Iíún mælti: „Eg er frú Vlasek! Eg er frú
Vlasek.“ Það var lir. Allyn, sem hafði komið til lienmar; hann
nam staðar við lilið hennar og allir futndarmenn stóðu upp
■og þyrptust utan um hana. Þá sagði hún: „Takið eftir klukk-
unni! Gætið að, hve framorðið er! Eg heilsa ykkur öllum.
Mér þykir vænt um, að eg hefi orðið fyrir þessari gæfu.
Haldið hinu góða verki áfram!“
Alt í einu slitnaði straumurinn frá hringnum. Frú Vlaselt
fanst eins og hún misti andann og hún fengi högg. Hún
sagði þá: „Eg finn eins og eg sé að missa andann! Eg verð
að fara!“ Hún gekk þá aftur á bak að tjöldunum. Áfellið
var svo mikið, að eitt augnablik misti hún meðvitundina, og
hún man ekkert, hvað varð af efninu, sem utan á hana var
sett. Hún man það fyrst eftir sér, að hún var kominn inn í
byrgið aftur. Þar stóð hún við um stund og horfði á, hvernig