Morgunn - 01.06.1927, Page 33
M O R G U N N
27
mistókst með sumar líkamningarnar, og livernig vel tókst
með aðrar.
Samkvæmt athugunum hennar, leystist efnið sundur, það
er framliönu mennirnir voru klæddir í, og hvarf aftur inn
í björtu, blágráu sveiflurnar, sem komu frá fundarmönnum.
Hún gat ekki fyllilega greint þaö, er aflíkamningin byrjaði.
Allir líkamarnir tóku aö leysast sundur utan við byrgið, og
þegar verurnar voru komnar inn iim tjöldin, var mest af
efninu liorfið. Það lítið, sem eftir var af því, datt á gólfið
og rann saman viö b.jarta, blágráa sveiflustrauminn, sem
inn í byrgið kom.
Þegar liún var kominn í líkama sinn aftur, varð liún vör
liáleitrar lotningartilfinningar.
Fnndarmönnum á líkamningafundinum ])ótti svo vænt
um árangurinn, að; þeir sendu frú Vlasek símskeyti um hann,
meðan hún var á þinginu, sem áður er um getið. Sjálf var
lnin svo glöð tit af því, hve vel tilraunin hefði tekist, að hún
sagði vinum sínum þessar góöu fréttir. Að lokum fékk yfir-
yfirstjórn spíritista-bandalagsins í Bandaríkjunum fregnir af
málinu, og stjórnin taldi þetta svo merkilegt, að hún baö frú
Vlasek um skýrslu um málið, t.il þess að leggjast við skjala-
safn, þar sem geymdar eru fyrirbrigðasannanir bandalagsins
(Bureau of Phenomenal Evidenee). Því að þetta er fyrsta
skiftið, sem sannast hefir, að nokkur jarðneskur maður hafi
gert samning um aö sýna sig á líkamningafundi og tekist ])að.
Sunnudaginn 31. október flutti frú Vlasek erindi um það,
er fyrir hana hafði borið. Því næst slioraði hún á þá, er við-
staddir höfðu verið á fundinum að segja sína sögu. Og það
gerðu þeir.
Frú Webb skýrði frá því, að hún hefði séð frú Vlasek
með skygnisýn; að liún liefði fundið hana koma við liöfuð sitt
og herðar; að maður hennar hefði líka orðið snertinganna var.
Að frúin, sem liefði virzt hrædd, hafi verið frú Reddy, sem er
líka skygn og hafi orðið forviða, þegar hún sá frú Vlasek.
Því að þó að hún vissi, að frú Vlasek væri á leiðinni til
þingsins, ])á vissi hún ekki um þann samning, sem gerður