Morgunn - 01.06.1927, Síða 38
32
M 0 R G U N N
Það sem þeir sáu ekki.
Rceöa flutt á jálum 19)2G, í hirkju Sambanössafnaöar
af séra Ragnari E. Kuaran.
Lúk. 2, 15: — SögtSu hiröarnir hver viö
annan: Vér skulum fara rakleiöis til
Betlehem og sjá þennan atburö, sem orð-
inn er og1 drottinn hefir kunngjört oss.
Það er orðiS langt síðan hirðarnir sneru heim úr hagan-
um til þess að „sjá þann atburð, sem orðinn er“. Þeir komu
faeim að fjárhúsunum og fundu barn liggjandi í jötu, eins
og þeim hafði sagt verið. En liafa þeir þar fyrir séö þann
„atburð, sem orðinn er.“ Ilöfðu þeir nokkur skilyrði til þess
að sjá það, sem undursamlegast var við þennan atburð ? Við
verðum víst að kannast við, að svo hafi ekki veri'S. Þeir sáu
þá sjón, sem allir vildu gjarnan séð liafa. Þeir sáu þá sjón,
sem málarar og skáld hafa kepst við að gera okkur sem aug-
ljósasta, með því að festa hana á lérefti í fögrum málverk-
um, eða setja í kvæði og sögur í fögru formi. Trúartilfinn-
mgin liefir aldrei birzt í hreinni og undursamlegri mynd,
heldur en hún skín í út úr gömlum miðaldamálverkum af Ma-
donnu og barninu. Trúlineigðir listamenn hafa reynt að
túlka sinn skilning á því, liver þessa atburður var. Þeir hafa
sökt sér ofan í að skilja þá dularfullu gleði, sem bjó í brjósti
móðurinnar út af því að sjá hið unga líf, og vita, að lienni
hafði verið trúað fyrir að varðveita það. í andlit og svip
barnsins hafa þeir viljað koma einhverjum forboða þess, sem
í ljós átti að leiðast í lífi Jiess, jafnframt sem það héldi
hinum tæra svip barnsins, sem lífið var ekki tekið að rista
neinar rúnir á. Frá einu frægasta málverkinu er þannig geng-
ið, að móðirin, sem heldur á barni sínu, varpar skugga á
vegginn og skugginn verður eins og kross í laginu. Þannig
hafa menn á ýmsa lund reynt að koma sínum skilningi að
um það, livað þessi atburður hefði í raun og veru verið, sem