Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 40
34
MORGUNN
Opinberun um guð ? Ilvað eigum vér við með því í
Vér sjáum, að frá því ag menn fóru fyrst að vitkast
svo, að kalla mætti mannvit, en ekki dýra, þá hefir sama
glíman sífeldlega beðið þeirra: Ilvað er guð, hvað er þetta
í raun og veru, sem maðurinn stendur andspænis, þegar
hann vaknar í heim þennan og á að taka að lifa? Þeir læra
um guð af náttúrunni. Þeir læra um máttinn mikla í veröld-
inni, óbifanleik bjarga og fjalla, ómótstæðileik hins fallandi
foss eða hins æsta hafs. Þeir sjá styrkleik og flýti dýramia.
Alt verður þetta opinberun um guð. Aflið, sem stendur bak
við tilveruna, er óguriegt, sterkt og hræðilegt, eins og dýr
merkurinnar eða undirstöður jarðarinnar. En þeim opinber-
ast meira.
Þeir taka eftir regluseminni í lífinu. Árstíðir skiftast á,.
sumar kemur eftir vetur, alt yngist með jöfnu millibili. Árnar
renna ekki stundum upp í móti og stundum niður, heldur
ávalt á einn veg. Alt lýtur skipulagi og festu, sem ekki verður
rofin. Guð er sjálfum sér samkvæmur, hann lætur ekki að sér
hæða, því brjóti einhver lög hans, þá kemur það ólijákvæmi-
lega þeim í koll, sem brotlegur liefir gerst. — En þeim opin-
berast meira. Fram á mannlífssviðið koma menn, sem nefn-
ast sjáendur og spámenn. Þeir boða það, að guð sé ekki ein-
ungis máttugur guð og sífelt sjálfum sér samkvæmur, heldur
og einnig lieilagur guð. Hvað merkir það? Það er sá guö,
sem eigi þolir synd. Og synd er sérhver athöfn og verk, þar
sem kept er að því að fullnægja eigingjörnum hvötum án
nokkurrar hliðsjónar á því, hvort það er öðrum mönnum
til óheilla eða ekki. Spámennirnir sögðu, að guð væri heilag-
ur guð, hann væri réttlátur guð, því hann tæki fyrir synd-
ina, ef mennirnir gerðu það ekki sjálfir. Spámerm Gyðinga-
þjóðarinnar, sem einmitt voru svo undursamlega skarpskygn-
ir á þessi efni, bentu þjóðinni á, að ef hún temdi sér eigin-
girni, miskunnarleysi, óhóf á kostnað munaðarleysingja, þá
myndi guð uppræta hana. Þetta væri eðli syndarinnar, að
hún upprætti sjálfa sig að lokum, og þann, sem hana fremdi.
Þetta sannaðist á þessari þjóð. Ísraelsríkið leið undir lok og