Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 42
36
MORGUNN
Fjárhirðarnir komu til að sjá „þann atburð, sem orðinn
er, og drottinn liefir kunngert oss.“ Þeir komu og sáu móSur-
ástina og föðurástina; þeir sáu liið unga, ótrausta líf, sem þeir
vissu að hlaut aö bera mikil tíðindi með sér í liinni brothættu
skel; en þeir sáu ekki, að mesta opinberunin um guð var að birt-
ast í heiminum. Mestu vitmennirnir voru að átta sig á því í
heila öld. Jóhannesarguðspjallið er vottur þess, hve djúpt þeir
köfuðu í sínar eigin sálir. Alt fram á þennan dag er það að
verða ljósara, að þeir sáu rétt. 0g aldrei liafa verið uppi
eins margir menn og í dag, sem sjá það, að ef lífsstefna jóla-
boðskaparins verður ekki ofan á, þá erum við dauðadæmdir.
Ef sáttfýsin kemur ekki í stað ófriðsemi, ef samvinnan kem-
ur ekki í stað samkepni, ef ójöfnuður stéttanna lægist ekki,
þá færumst vér nær gjárbarminum og fult eins líklegt, að vér
föllum í liana — gjá nýs veraldai'ófriðar, nýrra borgara-
styrjalda og afnáms vestrænnar menningar. Það er nú einu
sinni svo, að það tré, sem ekki ber ávöxt, verður upp liöggvið
og því í eld kastað. Frá því að orðið varð liold, frá því að
heimurinn tólc fyrst að átta sig á því, að guð et' kærleikur,
þá hefir letrið yfir rnannlífssögunni orðið skýrara og skýrara,
það, sem segir, að alt, sem ekki er kærleikur, alt, sem sé
andstæða kærleikans, hljóti að deyja.
Fjárhirðarnir sáu barnið í Betleliem, en þeir hafa ekki
vitað, að þeir sáu orðið, sem var orðið hold, heimsins mestu
opinberun um guðdóininn.
En það er fleira, sem þeir liafa ekki getað séð, en við
höfum lært að sjá. Barnið í jötunni hefir ekki eingöngu
reynst fjdsta opinberun um guðdóminn, lieldur ekki síður
fylsta opinberun um manninn, sem birzt liefir. Og á engri
opinberun er oss meiri þörf. Af allri heimsins villutrú er sú
skaðlegust, er birtist sem vantrú á manninum. Allir spámenn
og frömuðir nýrra, æðri hugsjóna, reka sig á þennan kalda,
háa, sleipa vegg: maðurinn getur ckki þetta, maðurinn er
eigingjarn, illur, tilfinningasljór! Hið mannlega eðli er samt
við sig; engar verulegar umbætur eru liugsanlegar, vegna þess
að þær stranda ávalt á ófullkomleika mannsins. En jafn-