Morgunn - 01.06.1927, Page 47
MORGUNN
41
legri tilfiimingu. ÞaS er rétt, sem Ibsen segir í „Þjó'ðníðingn-
um,“ að sá er sterkastur, er stendur einn. Ailir sterkir menn
með óbifanlega trú á kölltm sinni, lújóta að einangrast, og-
taka út þjáningar við að standa einir. Og það er eitt, sem
gjalda verður fyrir spámennina, snillingana, og það er kvíði
og sorg þeirra, sem nánast ])eim standa. Sá skuggi þjáninga.
hefir hvílt yfir foreldrum Jesú; þau hafa mist hann út á
húmgötu hugsjónarinnar, af því að það gat ekki fyrir þeim
legið að verða honum samferða þann veg. En sá skuggi var
þó smámunir í samanburði við kross hans eigin lífs. Og þafr
er eklcert furðulegt, þótt krossinn hafi síðan verið heilagt:
tákn. Ilans lcross hefir þrýst því að oss, að sjálf tilveran
stynur undir byrðinni að komast áfram til fullkomnunar.
Fæðingarhríðar lífsins eru ávalt bundnar sársauka. Alt, sem
mikils er vert, kostar fyrirhöfn og dýrt verð. Mennirnir liafa-
orðið að fórna sæg af kyni sínu í sjóinn, áður en þeir lærðu
að sigla um höfin og verða drotnar þeirra. Þeir urðu að
sjá á bak herskörum manna, áður en þeir réðu þó eins miki5
við sjúkdóma, og þeir nú gera. Allt hefir kostað fórn. En
ekkert þó eins mikið og viðleitnin til andlegs þroska. Og það
er eins og fórnin verði að einhverju leyti að samsvara því
verðmæti, sem sózt er eftir, því að blóma jarðlífsins hefir
fórnað verið fyrir hin andlegu gæði.
,,Á sorgarhafsbotni sannleiltsperlan skínl ‘
Það leggur enginn af sjálfsdáðum í ]iá leit, nema þeiiy
sem bera af öðrum. Þess vegna var það, að ]>að var óumflýjan-
legt, að skuggi krossins hvíldi yfir jötunni í Betlehem. Það
var ekki von, að fjárliirðarnir sæu það, því að sagan ein
hefir sýnt oss það, og enginn skilur enn þetta dularfulla
samband þjáninga og hins dýrlega vaxtar.
Jólin koma til vor árlega. Yér reynum í hvert skifti að'
draga að einhverju leyti upp fyrir oss myndina af atburðin-
um, sem minst er á um jólin. Oss tekst að sjálfsögðu mis-
jafnlega. Stundum eigum við svo annríkt, að við höfum ekki
tíma til þe.ss að hugsa um, hvers vegna vér eigum svona ann-
ríkt, hvers vegna til alls þessa er stofnað. Aðrir gefa sjer