Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 51
MORGUNN
45
sjer framfarir í öllum greinum vísindalegrar þekkingar. l>au
spuröu sig sjálf, hvað þaö væri, sem þau stæðu sig sízt við
að missa af. Meöal annars, sem þau skrifuðu hjá sér, voru
sálarrannsóknirnar. A Nýja-Sjálandi hefðu menn mjög litla
þekking á því máli. Ilann skrifaði Sir Oliver Lodge því
bréf og' spurði hann, hvort hann gæti mælt með nokkrum
áreiöanlegum miðli, og ef svo væri, hvort liann vildi beita
álirifum sínum til þess aö útvega sér tilraunafund iijá hon-
um eða lienni. Sir Oliver svaraði mjög vinsamlega með löngu
og skemtilegu bréfi; mælti hann þar fram með frú Leonard,
og útvegaði honum loforð um fund; en til allrar óhiamingju
gat hann ekki sótt þann fund, af því að þann dag var hann
veikur. En Sir Oliver gat þess lauslega, að liann ætti, þar
:sem sér skildist aö hann ætlaöi til Ameríku, að láta sér ant
um að liafa kynni af ,,Margery“, sem væri mjög áreiðanleg-
ur miðill.
Þá var ræðumanni jafnvel með öllu ókunnugt uin liið
raunverulega nafn „Margery“, unz liann fletti því upp í
Scientific Arncrican, og enn var honum ókunnugt um utan-
áslcrift til hennar, svo að hann reit til hennar „Frú Crandon,
Boston.“ En brjefið komst ti! skila, og lianm fekk vinsam-
legt svar frá dr. Crandon, sem baö lmnn aö láta sig vita,
livenær liann kæmi til Boston, og að koma þá til miðdegis-
verðar til sín, og mundi þá verða undirbúinn fundur á eftir.
Af því að lrann varð fyrir bílslysi, kom hann þrcm dögum
síðar til Boston en róð haföi verið gert fyrir, og fyrir því
gat liann ekki dvalist þar nema 3% dag, í stað þess aö
hann hafði vonast cftir aö dveljast þar heila viku. Einu
kvöldinu var fyrir fram lofaö til miðdegisverðar, sem líf-
fræðingar ætluðu aö halda honum, en hinum kvöldunum
báðum, 29. apríl og 1. maí, eyddi hann hjá Crandons-hjón-
unum. Það var hið lang-óvenjulegasta, sem nokkum tíma
hafði fyrir hann komiö á æfinni. Hann kvaöst eigi vita,
hvort álieyrendurnir gerðu sér fyllilega ljóst, hvílíku róti
Margery heföi valdið í þessari einkennilegu gömlu borg,
Boston, miðstöð amerískra vitsmuna og menníingar. Það væri