Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 54
48
MOKGUNN
irbrigðin gerast, lieldur og skýring á þeim smátt og' smátt.
Væri elcki spíritistunum, eða sumum a£ þeim, líkt farið og
skólapilti, sem hefði tileinkað sér kenning Daltons um ódeilin
(atómin) og héldi því, að hann liefði lært nógu mikiö í efna-
fræöi? Spíritistíska skýringin kynni að vera rétt, en hún væri
•engan voginn alt málið, og virðing ættu þeir ráðvandir sálar-
rannsóknamenn skilið, sem hefðu sett sér það mark að hljóta
svo mikla ráðning á inálinu í lieild sinni, sem frekast væri unt.
Þetta yrði að nægja sem inngangur. Iiann ætti sérstak-
lega örðugt aðstöðu að því leyti, að í þeirri grein líffræðinn-
ar, sem hann væri vanur að fást við, kæmi persónuleikurinn
varla til greina. En hann vænti þess, að sér hefði tekist að
gera þeim ljóst, að í Boston væri um bæ aö ræða og liáskóla,
sem skiftist algerlega í tvo flokka. Mörg- hundruð manna
hefðu verið á tilraunafundum hjá Margery, og mikill meiri
hluti þeirra væri algjörlega saimfærður. Manni fyndist nærri
því sér vera kipt aftur til fornra daga í Jerúsalem, er drott-
inn vor var þar og varð valdur að æsing og sundurþykki.
Inn í þetta óvenjulega andrúmsloft steyptust þau lijónin
bókstaflega. Þau voru sett niður (úr bílnumi) í Lime Street
10, þegar idukkuna vantaði hér um bil tíu mínútur í átta.
Bústaðurinn var fagurlega útlítandi gamalt liús, (sem hefði
getað verið í South Kensington), í þeim hluta af Boston, sem
lengi hefir verið talinn af heldra tæinu. Þau gengu upp
einn stiga; þar kom á móti þeim yndislegur maður, dr. Cran-
don, sem er einn af þektustu skurðlæknum í Boston. í dag-
stofunni vora þau kynt konu dr. Crandons og móður hans
— gamalli konu, sem komin er undir áttrætt — og ennfremur
systur lians, sem er gáfaður rithöfundur. Móðir frú Crandon,
frú Stinson, var frá Canada. Margery átti bróður, sem var
yngri en hún og Walter Stinsonl hét; liann átti heima í
■Canada og fórst af járnbrautarslysi .........................
Miðdegismaturinn var ágætur, mjög fagurlega framreidd-
ur, og samtalið var miklu tillcomumeira en liann var vanur
jafnvel meðal líffræðinga. Þau fóru aftur inn í dagstofuna