Morgunn - 01.06.1927, Page 63
MORGUNN
57
fyrirbrigöi, sem féll í sambandsástand við hliðina á Margery
sjálfri. Þab tók hjer um bil 30 mínútur að framleiða stóran
massa af útfrymi og hrúga því upp á höfuðið á dr. Jones-
Ræöumaður beiddist leyfis að mega rannsaka það og þreifa
á því í rauðu 1 jósi. Walter leyi'Öi það. Um leið og hann reis-
upp til þess að fara og rannsaka það, heyrði hann dr. Cran-
don segja við frú Tillyard, að miðillinn mundi stynja, þegar
komið yrði við útfrymið; og það stóð heima, jafnskjótt og-
liann kom við það, stundi Jones þunglega, þó að hann væri.
í fasta svefni. Svo virtist í svip, að það væru ummæli dr.
Crandons, sem endunærkuðu á undirvitund miðilsins og-
kæmu lionum til að stvnja, en ræðumaður spurðist fyrir um
þetta á eftir og fékk þá að vita, að miðillinn stynur æfinlega,.
þegar komið er við efnið, þótt hann verði sér vissulega ekki
meðvitandi neinnar þjáningar. Ræðumaður skoðaði fitfrymis-
massann vandlega og sagði, að hann væri hvítur og noklcur
gljái á honum, nokkuð svipa.ður livíta hlutanum af stórri
blómkálsplöntu, soðinni og borinni fram með hvítri sósu, eða
ef til vill væri betra að líkja þessu við soðinn sauðlcindarlieila..
Afar-örðugt væri að lýsa, hvernig það væri viðkomu; hanru
gat ekki liugsað sér neitt lifandi efni, sem nákvæmlega sam-
svaraði því, Jivorki að útliti né viðkomu. Það virðist mjög
uppl)elgt og sterkt, ekki alveg ólíkt hjólgjörð, sem vel er fylt
með lofti; en líka væri eins og eitthvert líf í því, sem menn
yrðu varir við, þegar á það væri þrýst, líkt og í vingjarnlegu
handtaki.
Yiö myndun sálrænu liandarinnar var það, eins og þegar
hefir verið tekið fram, dr. Jones, sem lagði til mest at' út-
fryminu, þó að Walter segðist hafa fengið mestan ,,kraftinn“
frá Margery. Viö þessa tilraun voru settar fram tvær fötur;
í annari var nærri því sjóöandi vatn og ofan á því flutu liér
um bil 4 þuml. af heitu, bráðnu paraffín-vaxi, en í hinni var
kalt vatn. Ræðumaður hafði vald á báðum þessum fötum og
sat með andlitið nær því yfir þeim, svo að liann gat séö og
heyrt alt, sem í þeim geröist. Ileita fatan var úr því efni,
sem nefnt er papier-maché, og var rnuðlitað, og þess vegna.