Morgunn - 01.06.1927, Side 66
60
M 0 R G U N N
fullkominni hendi, svo að litlu fingurnir sáust, og hvarf á leið-
inni upp í loftið. Walter sýndi honum líka bjarta endann á
hinum sálræna sprota sínum eða „spaða-ásnum‘ ‘, mjög falleg-
an blett, eins og ljósa skífu með öðrum ljósum bletti eða.
glampa rétt niður undan.
I umræðunum, sem urðu á eftir fyrirlestrinum lét fund-
arstjórinn þess getiö, að þetta væri eina frásögnin frá fyrstu
liendi, er menn hefðu heyrt í Norðurálfunni frá leilcnum
vísindamanni um fyrirbrigðin hjá Margarv.
Ræðnmaðnrinn tók það fram meðal annars í ]xissuan
umræðum, að haim væri þess alls ekki fullvís, hvort spíritist-
íslca skýringin væri rétt eða ekki, en liann hugði, að um
Walter væri skynsamlegt að gera ráð íyrir, að liann s<;
ákveðinn persónuleiki. Walter bróðir Margeiy andaöist í
járnhrautarslysi á undan ófriðnum. En frá vísindalegu sjón-
armiði væri þetta ekki alt málið. Vísindamaður, sem leggur
út í að eiga við þetta mál, sæi jafnvel í því meiri möguleika.
en spíritistamir. Vísinda-andinn, sem aðeins fengist við
staðreyndir, væri algerlega nauðsynlegur í þessum efnum..
Jafnframt lét iiarm þess getið, að liann væri alls ekki mót-
fallinn spíritistísku kenningunni. Ef liann yrði spíritisti,
mundi hann ekki fara inn í neinn spíritistasöfnuð; hann
mundi halda áfram að vera í sínu eigin kirkjufélagi og
reyna að gagnsýra það með þessum nýja sannleika, og liann,
vildi hvetja alla til að gera það.
I ritgerðinni, sem dr. Tillyard ritaði í enska tímaritiö
Naturc, kemst hann meðal annars svo að orði:
„Líkamlegu fyrirbrigðin, sem svo eru nefnd, ættu að vekja
áhuga líffræðinganna ekki síður en eðlisfræðinganna, ]iví að ef'
þau gerast í raun og veru, ])á opna þau leið til þess að rann-
saka það, hvernig hugurinn nær valdi á efninu og fer með það,
og sú leiö er sem stendur alveg einstæð í eðli sínu. Ósýnilegu
starfendurnir, er virðast liafa vald á hinum meiri háttar miðils-
fyrirbrigðum, iialda því fram, að þeir geti di-egið út úr líf-