Morgunn - 01.06.1927, Page 69
MORGUNN
GS
lcvæntur Vilborgu afasystur minni, af yngstu börnum Guð-
mundar prófasts Jónssonar, síöast á Staðarstað, og systur síra
Þorgeirs „í Lundinum góða“ — sem Jónas kvað um — og
síra Jóns á Iíelgafelli. Annars voru þau systkin fjöldamörg,.
16 að mig minnir. En lieimili mitt var þá hjá föður mínum
sál., Guðmundi Stefánssyni í Ferjukoti í Borgarlireppi f
Mýrasýsln. Og fórum við tveir jafnaldrar, Oddur sál. Kristó-
fersson, Finnhogasonar frá Stórafjalli í sama lireppi, vestur
til Guðmundar að læra þessa smíðaiðn, sem áður er sagt.
Þessi var síðari vetur okkar félaga, eða öllu lieldur fóst-
bræðra, því að engir bræður geta elskast heitar en vi5
Oddur sál.
Til skýringar því, sem á eftir kemur, vil jeg lýsa liúsa-
slcipun o. fl. Garðar í Staðarsveit liétu í landnámstíð Hof-
garðar; þar bjó fyrst Helgi, og síðar IIofgarða-Refur. Á þeim
tíma, sem eg segi frá, voru í þessu „Garðaplássi“ : Ytrigarð-
ar, Syðrigarðar, Garðabrekka, Háigarður, og Akur fast niður
við sjóinn. Upphaflega hafa þetta alt verið hjáleigur frá
Hofgörðum.
Húsaskipun var þá í Syðrigörðum sem tíðkaðist; öll hús-
in stóðu í röð. Fyrst stofuþil til liægri, þá bæjardyraþil og
framþil til vinstri, þá skemma, síðan þinghús, og smiðja
syðst. Bærinn stóð á háu, flötu hólbarði, og var brekka nokk-
uð liá og brött frá hlaðrönd og niður að jafnsléttu, sem náði
niður að sjó, og mun vera fullkomlega ein ensk míla frá
Giirðum niður að Akri, sein stendur á sjávarbakkanum.
Þar bjó þá ekkja með tveimur stálpuðum sonum sínum,
Guðrún Björnsdóttir, venjulega kölluð Guðrún stólpípulækn-
ir, því að hún hélt því fram, gamla konan, að flcst manna-
mein mætti með pípunni lælcna. Jæja, livað um það, gamla
Guðrún var ein sú þroskamesta og bezta kerling, sem eg hefi
þekt, og kom mikið við sögu þessa franska strands, og jafn-
an til góös, með frábærum dugnaði, eins og hennar var æfin-
lega von og vísa.
Þess skal einnig getið, að Guðmundur húsbóndi okkar
fór í hákarlalegur, þegar kyrð og stillur voru þennan vetur