Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 74
68
MORGUNN
Tið ykkur á Gaginn, og á skilið að liaíla livílcl yfir nóttina.“
Svo hallaöi jeg mér út af og' steinsvaf til birtu.
Þá förum við sem vant var ofan að Akri, og þegar er
gamla Guðrún sér mig, segir hún: „Eg er nú fegin að sjá
þig, LáriLS.“ „Já, já, Guðrún mín, er nokkuð nýtt á seyöi?“
segi eg. „Og ekki annað er það“, segir liún, „að eftir að eg
hafði soínað góða stund, komu tveir og bókstaflega vöktu
mig og vörnuöu mér alls svefns, svo að eg sá aö ekki var alt
með íeldu og vakti clrengi mína og við förum öll niöur að
sjó. Þar sé eg að tveir eru að grafast í kaf í sandinn. í flæð-
armálinu, svo að viö gátum náð þeim upp og dregiö þá upjp
fyrir flæöarmál. Þar breiddi eg segl yfir ])á og ])að verður
fyrsta verkið þitt að flytja þá á sinn stað.“
Svo fer eg með mitt liö ofan að líkunum, og þegar eg
tek seglið ofan af þeim, þá þekti eg nákvæmlega sömu and-
litin, söniu mennina, sem stóðu við rúmstokk rninn um nótt-
ina, en gátu engu tauti viö mig komið. Þetta man jeg alt, jafn-
glögt og það hefði gerst í gær, og þótt eg ætti eið aö vinna,
þá segi eg þetta dagsatt. Eg liefi aldrei veriö neinn hégilju-
maður, eöa auðtrúa á neitt yfirnáttúrlegt. En þetta dæmi
sannar mér, að sá dauði á svip eöa veru, sem liann vill ltunn-
gera þeim eftirlifandi. Og það stór-merkilega, sein eg kalla,
við þetta er það, að þessir vesalings svipir skyldu ómaka sig
heim til mín, sem lá steinsofandi fulla mílu frá vettvangi, þar
sem þeir voru að grafast í kaf í sandinn. En ráðning gát-
unnar er hjá mér sú, að eg var formaður yfir þessu plássi,
og átti að bera ábyrgð á öllu og sjá um alt. Þess vegna koma
þeir fyrst til mín.
ATú er sagan bráðum á enda kljáð, því að eftir að við
Oddur sál. vorum búnir að drasla í þessu um hálfan mánuð,
og aldrei sást fyrir endann á þessum reka, þá vildum við
báðir fara og komast til heimkynna okkar í Borgarfirði, enda
gat engin smíðakensla fariö fram, svo að við logöum af
stað heim.
Rekinn hélt áfram þar vestra fram á sumar.
Lárus Guðmunclsson.