Morgunn - 01.06.1927, Qupperneq 75
M ORGIJNN
69
Qularfullir atburðir á Hrfnatófí-
um í Rangáruallasýslu.
Þann 15. des. 1925 fór annar bóndinn á Hrafntóftum,
Sigurður Þorsteinsson, ferð til Reykjavíkur. Faöir lians, Þor-
steinn .Jónsson, var á næsta bœ, Ægissíðu, að binda bækur.
Aörir voru ekki heima á þessu búi en Kristjana Þóröardóttir
kona Siguröar, Rafn, 12 ára drengur, sonur Þorsteins, gömul
kona, sem lá í rúrninu, Þórunn Arnadóttir, og tökubam úr
Reykjavík, Sigurlaug, 10 ára.
Tvíbýli er á Hrafntóftum og baðstofurnar liggja saman,
en timburskilrúm tvöfalt á milli þeirra, og sérstakur inngang-
ur í hvora þeirra.
Skúr er austur af baðstofu Sigurðar, notaður sem eld-
liús, og tvöfalt þil, stoppað, milli baöstofunnar og eldhússins.
1 skúrnum er og afþiljaður inngangur í þessa baðstofu.
Bóndinn á hinu búinu heitir Jón. Hjá lionum voru til
heimilis tveir synir lians, annar um tvítugt, hinn 17 ára, þriðji
drengur 10 ára, þrjár dætur þeirra undir og um tvítugt og
gömul kona við rúmið.
Um kvöldið, nálægt kl. (5, þegar Iíristjana fer aö mjólka,
fer liún fram í eldhús, og sér þá ljósglætu í eldhúsinu, sem
liún lcannaðist ekki viö, því að þar átti ekkert ljós að vera.
Ilún gekk þá að glugganum; gluggatjald var fyrir honum;
hún lyfti því til hliöar og sér daufa ljóstýru fyrir utan, líka
olíutýru á glasi (eklti í lukt). Hún Jiugsaöi, að það væru
drengirnir, sem væru í fjósinu, aö sækja eitthvað, og félcst
ekki meira um það. Hún fer þá út í fjós að mjólka, og með
henni Rafn litli, sonur Þorsteins.
Rétt áður en konan gekk út í fjósið voru barin rösklega
þrjú liögg á baðstofuþilið, fram að hlaðinu. Rafn fór þá út
og sá engan mann. Þau spurðu fólkið á hinu heimilinu, hvort
nokkur Jiefði komið ókunnugur. Þar hafði ekki orðið vart við
neinn aðkomumann.
L