Morgunn - 01.06.1927, Síða 78
72
M O R G U N N
Eg bar þessa skýrslu undir fólkiS á báðum heimilunum,.
sem alt haföi verið heyrnarvottar að þessu, og vottaöi þaö,.
að rétt væri skýrt frá.
Aths. ritstj.
Jafnframt því sem Morgunn þakkar hr. Þorsteini Jóns-
syni fyrir þessa einkar nákvæmu skýrslu, getum vér ekki
bundist þess að telja það illa farið, að ekki var gerð tilraun
til aö ná sambandi við þann kraft, sem höggunum og skriftinni
hefir valdið. Það voru einmitt sams konar fyrirbrigði eins og
þessi, sem urðu að upptökum spíritistisku tilraunanna og
komu af stað þeirri hreyíingu, sem nú gengur um allan heim.
Komi slíkir atburðir íyrir aftur hér á landi, ættu menn að
kosta kapps um að ganga úr skugga um, hvort bersýnilegt
sé, að einhverjir vitsmunir váldi þeim. Byrja má með ])ví aö
biðja um einhvern ákveðinn fjölda af höggum. Takist að fá.
það, sem um er beðið, þá er auðsætt, að það afl, sem högg-
unum veldur, hevrir það og skilur, sem sagt er. Þá ætti ieiðin
að vera orðin greið til þess að fá að minsta kosti játandi eða
neitandi svör við spurningum, og ef til vill til þess að fá orð
stöfuð. Auðvitað verður þá að benda aflinu á leiðir til þess,.
að það geti látið þá sltilja sig, sem viðstaddir eru. Algengast
mun vera að láta 1 högg merkja „nei“, 2 högg „eg veit ekki“
og 3 'högg ,,já“. Ýmsar aðferðir má hafa til þess að fá stöfuð'
orð. Það er tiltölulega sjaldgæft að slík fyrirbrigði komi, sem
þau, er Þorsteinn Jónsson skýrir frá. Og það er mikilvægtr
að menn reyni að færa sér þau í nyt. Aldrei mun vera nokkur
ástæða til að hræðast þau — ekki meiri ástæða en til þess að-
fyllast ótta, þegar samferðamenn vorir hér í heimi berja aS
dyrum hjá oss.