Morgunn - 01.06.1927, Side 79
MORGDNN
73
Skuggi þess, er uerður.
Mönnum er enn í fersku minni liinn sorglegi bátstapi lijer
í Eyjum, þegar v.b. Minerva fórst hjer 17. janúar í ár og á
lionum nokkurir ungir menn og af þeim tveir bræður, en
þriðji írændi þeirra.
Eins og stundum ber viö, einkum um sviplega atburði
líka þessum, virðist svo, aö þeir gei-i þaö á undan sér, ljós eða
óljós, eftir atvikum.
Þeir, sem veita slíku athygli, geta tæplega komist hjá aS
sannfærast um þetta.
Skal hér sagt frá tveim draumum, er viröast fyrirboöar
þessa bátstapa.
Aöfaranótt þess dags, er slysið varð, dreymdi mann liérr
að hann sæi bátsliöfnina á Minervu fljúga í hvítri flugvél yfir
Eyjunum og lenda að lokum rétt þar hjá, sem formaðurinn
átti heima. Kann eg ekki þann draum lengri.
Annan draum dreymdi formann hér nokkuru áður, og
skal ger sagt frá honum.
Formaður þessi heitir Guðlaugur Brynjólfsson og var
hann skipstjóri á Minervu í þrjár vertíðir og eru tvö ár síð-
an, En formaöur bátsins, Einar heitinn Jónsson, var þá með-
honum, fyrst sem háseti og seinna sem vélamaður.
Set eg hér frásögn Guðlaugs.
Aðfaranótt 8. janúarmánaðar J). á. dreymdi mig, aö eg
þóttist staddur vestur á svonefndri Torfmýri liér í Eyjunum
og horfa út yfir og vestur Flóann. Sá eg þá, aö alla leið frá
Álsey og heim að Kaplagjótu og austur og suður eins langt og
eg sá, var sjórinn í einu broti. En fyrir norðan Álsey og vest-
an Smáeyjar og Smáeyjasund .sýndist mér sjórinn sléttur og
spegilfagur. Er jeg nú hafði staöið þarim nokkura stund, sá
eg livar grár bátur kom siglandi með miklum liraöa heim á
leið í gegnum brimrótið, frá Álsev að bera. Staönœmdist hann
ekki fyr en uppi á landi, rétt hjá mér í Torfmýri. Þótti mér