Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 85
M 0 R G U N N
73
í'úmi hennar sá hún, þegar climdi, nndur fagurt andlit á
sveimi, en eftir að fjölgaði sá hún það ekki.
Oft sá hún ljós eða geisla á undan gestakomu. Eitt kvöld
var hún búin að leggja upplcveikju í eldstóna fvrir morgun-
daginn, en hafði ekki látið liringana yfir. Þá sér hún ljós
koma í eldstóna og heldur, aS neisti iiafi leynst í lienni, sem
valdi þessu, og hyggur að. En þá stækkar birtan og verður aö
mannsandliti, og hún þekkir um leið, að ]>aö er mynd af síra
Erlendi í Odda. Hann kom daginn eftir.
Önnur stúlka dvaldist liér 3 missiri. Hún var úr Reykja-
vík. Draumar hennar voru mjög eftirtektarverSir. Meðal ann-
ars má nefna það, að hún virtist í svefni verSa vör viS eða
finna til alvarlegra geðshræringa, sem annar maður komst í
rúmum klukkutíma síðar. Hann var gestur hér, þegar geðs-
hræringarnar bar ag höndum, en ekki hingaö kominn, þeg-
ar hún komst í þetta einkennilega ástand, sem hún hafði enga
endurminning um, þegar hún vaknaði.
Gaman hefði verið að muna drauma hennar. En eg get
ekki skrifaö þá nógu rétta.
Árið 1913 dvaldist liér á Ilofi stúlka frá Reykjavílt, 17
ára gömul, ágætlega vel gefin. I desember er það eitt kvöld,.
þcgar hún er liigst til svefns, að hún sér alt í einu eftir götu
í borg eöa bæ. Hún sér þar í búðarglugga og ýmislegt, sem
í honum hangir, sokka o. fl. Hún sagði mér af þessu morgun-
inn eftir, og segist vera viss um, aö ef hún ,sjái þessa götu
nokkurn tíma, þá þekki hún hana. Hún sagðist liafa verið-
vakandi, en með augun lokuð.
Sumarið 1920 fór þessi stúlka lil Danmerkur. Hér fer á
oftir kafli úr bréfi, sem lnin skrifaði mér:
„Þú manst eftir því, sem eg sá, húshorninu og búðar-
glugganum og götunni. Eg hefi gleymt að skrifa þér um
það. Þag var í desember í vetur, aö eg var að útvega mér
herbergi, og önnur stúlka meS mér. Við fórum snemma á fæt-
ur til þess að geta fengið blöðin, ]>egar þau kæmu út, því að
vont var að fá herbergi leigð og hundrað fyrir einn, ef ]>að
stóg í blöðunum. Yið keyptum svo blaðið, og ]>á sáum viö, að
það voru lierbergi til leigu á gamla Kongavegi og í Gartner-