Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 97
M 0 R G U N N
91
sem liann liaföi búið í, um þetta leyti, en enginn hér heinm
vissi um það. Hann staðfesti alveg lýsingu Steindórs, ]>að
sem hún náöi.
Eins og þiö munið, bjó Kvaran suður á Bessastöðum
rúint ár. Eitt sinn meðan liann var þar, fór eg aö heim-
sækja þau hjónin. Varð þá fundur um kvöldið, og voru þau
viöstödd, Jóni Þorbergsson og kona hans. Steindór kom ]>ar,
eins og vant er. Hann fer að lýsa lítilli stúlku hjá konu Jóns,
en hún kannast ekki viö hana. Eftir aö hann hefir lýst henni
nokkuð, segir hann: „Hún hlýtur að vera systir þín.“ En
frúin kannaöist ekki viö neina systur, sem gæti hafa dáið. Eft-
ir að hafa ítrekaö þetta noltknð, segir hann: „Þetta er víst
systir þín, eg sé bandið á milli ykkar, svona sterkt band
er aldrei nema á milli systkina.“ Þetta reyndist alt rétt.
Þessi stúlka haföi dáiö mjög ung, nokkru áður en frúin fædd-
ist, svo að hún mundi alls ekki eftir henni, fyr en nokkuru
seinna, að hún fór aö rifja þetta upp.
Oðru sinni voru þau Kvarans-lijónin stödd liér innfrá, en
Steini litli, dóttursonur þeirra, sem þá var hjá þeim á
Bessastöðum, haföi orðið cftir suður frá. Fundur varö, meö-
an þau voru hér. Steindór kemur og segir: „Hann Steini
litli var með bundiö um höndina; hann hefir víst meitt sig
eitthvað.“ Þau skildu ekkert í þe.ssu; en er þau komu suöur
eftir, reyndist þetta rétt. Ilann haföi þá skoriö sig á Ijá og
var með reifaða 'hpndina.
Á einum fundi, sem haldinn var á lieimili Kvarans, var
eg sem fundarmaður, en ekki miöill. Þegar fundurinn er
að enda, sofna eg aíS eins. Steindór kemur, nefnir einn fund-
armann með nafni og segir: „Eg var heima hjá þér. Dreng-
urinn þinn er lasinn.“ Kona mannsins var á fundinum og
kanaöist ekki við, aö drengurinn væri lasinn. Þau komu svo
lieiin af fundinum, aögættu drenginn og ekkert var að hon-
um, En er þau voru nýháttuö, vaknaði drengurinn meö
feykilegum uppköstum og er að kúgast fram eftir nótt-
inni. — Það virðist ástæða til aö ætla, að Steindór litli hafi
xagt satt, aö hann hafi verið lieima hjá hjónunum, og þá hefir