Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 98
92
MOKGUNN
hann séð, að drengurinn var orðinn lasinn, þó að þau gætu
ekkert séS, þegar þau komu lieim nokkuru síöar. Iljónin voru
Jakob J. Smári adjunkt og frú lians.
I fyrravor var það á fundi, sem haldinn var fyrir konu
utan af landi, aö Steindór segir við liana rétt áður en fund-
inum er hætt: „Eg sá heim til þín, stúlkan var aö gráta.“
Það hafði áður verið mikið talað um þessa stúlku á fundin-
um. „Það liggur mjög illa á henni. Eg sá líka manninn þinn j
hann var að fara yfir f.jall og honum var talsvert ilt í hnénu.“
Þetta reyndist síðar að vera alveg rétt.
A fundi í fyrrasumar segir Steindór við konu, sem þar
var: „Eg var heima hjá þér í dag; drengurinn þinn var með
bundið um íingurinn, en það var lítið, sem hann hafði meitt
sig.“ „Þetta er vitleysa,“ sagði maður konunnar; hann var
líka á fundinum; en hún sagði, að þetta væri hárrétt. Dreng-
ur, er þau áttu, hafði skorið sig í fingur um daginn, og hún
bundið um það, en er maður hennar kom heim, var stráksi
búinn að taka af fingrinum, svo að faðir drengsins liafði ekki
séð hann með neitt fingurbindi.
Önnur kona, sem var á þessum fundi, segir við Steindór:
„Yiltu ekki koma heim til mín og vera hjá telpunum mín-
um?“ En hann, svarar snúðugt: „Eg hefi ekkert gaman af
því að vera með stelpum.“ En svo var, sem liann fengi ákúrur
fyrir þetta, og hann sagði síðar: „Eg skal reyna að koma
heim til ])ín.“ A öðrum fundi sagði liann svo A'ið þessa konu:
,,Eg var hjá litlu tclpunni þinni í nótt; lienni er svolítið ilt
í nefinu.“ Þegar farið var að gæta að, var dálítil bóla á
nefinu á telpunni.
Iljónin, sem eg gat um áðan, fóru upp í Borgarfjörð og
%'oru þar um tíma. Maðurinn kom svo heim, en konan varð
eftir. Rétt eftir að liann kom, var fundur. Steindór sagði þá:
„Eg var hjá lconunni þinni í dag. Ilún var víst- eitthvað lasin,
því að lnin lá uppi í rúrni; en það hefir víst ekki verið
mikið, ])ví að hún var í öllum fötunum.“
Þegar konan kom heim, var hún spurð, hvort hún hefðí
verið lasin, þennan dag. Hún sagðist hafa orðið vot í fæt-
urna, og orðið hálfkalt, svo að hún hefði farið úr sokkun-