Morgunn - 01.06.1927, Page 102
■96
MORGUNN
Báturinn, sem skalf.
Sumariö 1926 var eg stadclur við svonefnt Miðpakklnis
í Keflavík. Frá því húsi gengur bryggja sú, er notuð er, og
við brvggjuna stóð uppskipunarbátur frá einum mótorbátn-
um, og hallaðist báturinn að bryggjunni. Eg var þá að tala
við tvo menn, sem hjá mér voru; alt í einu varð mér litið á
bátinn; er þá sem hann sé reistur við, og hristist og skelfur
sem strá í vindi, svo aumkunarlegt var á að liorfa. En er
það iiafði gengið nokkura stund, hallaðist hann aftur að
bryggjunni.
Eg sagði þetta þá strax tveim mönnum, er votta, að rétt
sé frá skýrt.
A sl. vertíð varð það slys á mótorbát þeim, sem átti
bát þennan, að hann misti út mann, og lítur út fyrir, að þetta
hafi verið fyrir því.
Að gefnu tilefni vottum við undirritaðir, að hr. Hannes
JTónsson í Keflavík sagði okkur sumarið 1926 sögu þá, er
hér meö fylgir um bátinn, sem stóð við bryggjuna, og slcalf
•og titraði sem hrísla í vindi, án þess að neinn maður vœri
þar nálægt. Söguna sagði liann okkur strax eftir að hann
liafði séð þennan fyrirburð, og bað okkur, ef til kæmi, að
votta það, sem við gerum með ljúfu geði.
Keflavík, 19. apríl 1927.
PAdl Pálsson. Ingvi Þorsteinsson.
Eftir níu ár.
Þegar eg var á 10. árinu, dre.vmdi mig draum þann, sem
hér fer á eftir:
Eg þóttist staddur í kaupstaðnum á Skagaströnd, og
ætlaði að fara að stunda róðra á fjögra manna fari.
Formaður átti að vera Símon Klemensson í Höfnum,
unglingur eins og eg; annar liét Guðmundur; þann mann
þekti eg; sá þriðji var fullorðinn maöur, rauðeygður með
rautt alskegg, og fjórði var unglingur; þá tvo hafði eg
aldrei séð.