Morgunn - 01.06.1927, Page 107
MORGU'SN
101
tók aö réiia, skömmu eftir aö hún kom suður. Hún fann
sjaldnar og sjaldnar til lians. Og þegar hún fór norSur, var
hann horfinn.
Þá voru og ýms atriöi í reynslu M. Th., sem okkur lék
mikill hugur á að rannsaka, ef nokkur kostur væri á því.
Sumum þeirra var svo háttaö, að beinasta leiðin, aö minsta
kosti í upphafi, hlaut að vera sú að eiga tal við „Friðrik“
sjálfan, ef það gæti tekist. 1 því skyni voru haldnir nokkurir-
fundir, með ísleifi Jónssyni sem miöli. En eins og eg mun
víkja að síðar, vakti jafnframt annað áugnamið fyrir þeim
ósýnilegum gestum, sem geröu vart viö sig á þessum fundum.
Auðvitað var M. Th. á fundunum.
A nokkurum fundum framan af gerði „Friðrik“ ekki vart
við sig með öðrum hætti en ]>eim, að þeir sem skygnir voru
á fundunúm, sáu liann. Þeir sáu liann standa við hlið Mar-
grétar, nema þegar hann flutti sig til í augnamiði, sem eg
skýri bráöum frá.
Á einum af þessum fundum, sem haldnir voru áður en
viö náöum tali af „Friðrik“, vornm við svo heppin aö háfa
frú Guörúnu frá Yestmannaeyjum. Henni hefir skilist svo, sem
sú vera, sem er í sambandi við hana í lækningastarfseminni,
sé Friðrik sá, er M. Th. hefir svo lengi liaft kynni af. Aftur
á móti hefir M. Th. haldiö því fram að þetta munfli vera
önnur vera og hefir fengið það frá „Friðrik“ sjálfum. En jafn-
framt hélt hún, að samband mundi vera milli þeirra. Þessi
fundur, sem þær voru báöar á, frú G. og M. Th., virtist benda
á, aö skilningnr Margrétar Aræri réttur. Margrét sá „Friðrik“
hjá sér eins og hún sá liann þar að jafnaði á fundum, og
aðra karlveru lijá frú Guðrúnu, ,sem henni skildist að væri
hennar læknir. Frú Guðrún kvaðst vita af sínum lækni ein-
mitt á þeim staö ]jar sem M. Th. sá hann, og frú Guðrún
varð líka vör áhrifa frá ]æirri veru, sem hjá Margréti stúð.
Enn fremur er þess að geta, að frú Guðrún fór í sambands-
ástand á fundinum, og ósýnilegur gestur, sem af vörum henn-
ar talaði, hélt því afdráttarlaust fram, að læknarnir væru
tveir og að hann sæi taug milli þeirra; sem benti á, að annað-
hvort séu þeir skyldir eöa standi í einhverju nánu samÖandi