Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 109
MORGUNN
103
framkvœmi J)ær sjálfur. Þaö segist liann sjaldnast gera. Ilans
.aöalhlutverk væri aö lialda við sambandinu við Margréti,
veita lækninga-tilmælunum viðtöku og vernda liana sjálfa.
Yenjulegast tækju svo aðrir við tilmælunum og önnuðust
lækningarnar. Ilann kvaðst ekki vita, live margir þeir væru,
>en ])eir væru afar margir, þegar á þyrfti að halda. Og svo
hætti liann við: „Bn þetta er ekki annað en angi af alheims-
lireyfingu' ‘.
Við spurðum, livernig þeim krafti væri liáttað, sem þeir
notuðu til lælíninganna, eða hvort þeir þyrftu ekki kraft til
þeirra. Iiann sagði, að auövitað þyrftu þeir kraft. Við spurð-
um, livaðan þeir fengju þá þann kraft. Hann sagðist ekki
.getað svarað því að fullu, því að hann vissi það ekki. Stund-
um fengist nokkur kraftur frá Margréti, stundum mundi
hann fást einhver frá sjúldingunum sjálfum og umhverfi
þeirra. Hann hélt, að það gæti verið, aS liann fengist að ein-
hverju leyti úr loftinu. „Við tökum hann livar sein við náum
ihonum' ‘, sagði hann, „og að sumu leyti er hann kominn til
■okkar að ofan“. Ilann treysti sjer ekki til að slcýra það mál
frekara.
Við spurðum hann, hvort ekki væri örðugt fyrir þá að
finna alla þessa sjúklinga, sem lcituðu til þeirra hér og þar
;á Jandinu. Hann sagði, að það væri oft talsverðum örðug-
leikum bundið, og fyrir kæmi það, að þeir gætu alls ekki
upp á þeim haft. En oft næðu þeir til framliðinna manna,
sem Jiektn sjúklingana og væri ant um þá, og létu þá vísa
sér veginn. Stundum gætu þeir fengið Jiessar leiðbciningar
ifrá jarðneskum mönnum, sem um sjúklingana væru að hugsa.
Og þegar annað þryti, væri send eins og skeyti út um heim
íframliðinna manna, og þá fengju þeir aftur vísbendingar-
;skeyti frá þeim, sem leiðbeint gætu.
Við spurðum hann, livort lækningarnar væru ekki mjög
'undir sjúldingunum sjálfum komnar. Ilann kvað það svo
vera. Það væri líkast því, sem sumir sjúklingar hlæðu ein-
hverju utan um sig og væru eins og innan í einhverri kistu,
■svo að ókleift væri að lcomast að þeim. Aftur væri auðvelt að
ikomast að öðrum.