Morgunn - 01.06.1927, Page 112
106
MORGUNN
neskjan, sem fæst, er lang-oftast fólgin í því, a‘ö fólkiö, sem
biöur um lælcningu, gerir þá grein fyrir tilmælum sínum, aö
því sé kunnugt um, aö aðrir hafi fengið milda og stundum
dásamlega hjálp. Slík vitneskja er auövitaö ófullnægjandi
sem sannanagagn. Líkt er um það fólk, sem daglega lcemur
til hennar, til þess aö fá bót viö alls konar meinum. Sumt gerir
aldrei vart viö sig aftur, ekki heldur þó að áreiðanlegar
fregnir hafi fengist af því, að því hafi batnaö. Sumt kemur
aftur, einkum til þess að biöja fyrir nýja sjúklinga, en lýs-
ingar þess á veikindum þess og bata eru svo óákveðnar, að
'örðugt er að nota þær. Sumt er undir læknishendi og á
•spítölum, og þó að þaö komi fyrir, að læknana furði stór-
lega á því, hvaö batinn gengur fljótt, þá er ókleift aö fá
neina viðurkenningu fyrir starfsemi hinna ósýnilegu manna.
-Stundum eru sjúklingarnir teknir af „Friðrik“, þegar bat-
inn virðist á góöri leið. Eg skal taka til dæmis eina lconu.
Hún haföi krabbamein í brjóstinu. Eg tek það fram, að eg
hefi.ekki fyrir mér annaö en sögusögn ltonunnar. Eftir að
Mn hafði leitað til „Friðriks“, segir hún, aö sér liafi farið
•dagbatnandi, og að bólgan hafi veriö aö mestu eöa öllu leyti
farin eftir eitthvaö liálfa aðra viku. En læknir liennar taldi
sjálfsagt aö taka af lienni brjóstið, og enginn má skilja mig
svo, sem cg sé neitt að finna að gjöröum hans. En þiö sjáiö
af þessu, hvað oft er örðugt aö fá lækninga-sannanir. Brjóst-
ið var tekið af konunni, og konuna furöaöi stórlega á líöan
sinni eftir skurðinn. Hún kom til Margrétar, þegar hún var
komin á fætur, og sagði henni, aö hún hefði alls ekkert fund-
ið til í allri legunni á spítalanum og sér heföi fundist eklcert
ganga aö sér. „Friörik“ haföi verið beöinn að sjá um hana
í legunni, og hún þakkaöi lionum, hve snildarlega þetta goldc,
að hún skyldi ekkert veröa veik. En örðugt mundi verða að
fá fvrir því viðurkenning, sem vísindamenn tækju gilda. Eg
■gæti nefnt fleiri svipuö dæmi.
Svo viröist, sem „Friörik“ séu þessir öröugleikar ljósir.
Þess vegna vill hann stefna að því, að Margrét geti tekið
til sín sjúklinga, helzt undir læknis-eftirliti, og gert tilraun-
':ir, einluim meö sjúkdóma, sem örðugast er að hugsa sér, að