Morgunn - 01.06.1927, Page 118
M 0 R G U N N
112
astar. Ekki mun þaö samt þeim að kenna, sem sögur þessar
liafa skrifað, heldur að 'þeim hefir ekki verifi skýrt, sem réttast
frá, vafalaust af misminni þeirra, sem sagt iiafa frá.
Þegar eg var drengur á 16. ári, var eg mánaðartíma lijá
afa og ömmu minni í Bjarnarhöfn, og átti eg að læra skrift
•og reikning af Þorleifi yngra. Þetta var á langaföstunni. Afi
minn og amma mín voru mér góð, og var eg oft lijú gamla
manninum. Amma mín var yfirsetukona, og þótti takast það
vel. Nú var liún orðin blind, en samt sem áður var hún sótt
til sængurkvenna og fórst henni att vel úr liendi, ])ótt sjónin
væri farin. Er hún var sótt til konu, fór liún æfinlega á hest-
baki og var þá hesturinn teymdur undir henni. Þennan tíma,
sem eg var í Bjarnarhöfn, var amma mín einu sinni sótt til
konu, sem mig minnir aö ætti heima á Gljá í Ilelgafellssveit.
Leiö svo fram eftir deginum. Var afi minn uppi á lofti í
svefnherbergi sínu og eg hjá lionum, Tók eg eftir, að hann fór
að tauta fyrir munni sér, en þó svo hátt, að eg gat heyrt það:
„Hvernig stendur á þessu? Eg sé ekki hana Kristínu mína.
Eg er þó vanur að sjá, livernig henni líður. En barnið er fæt-t.
Kannske eg sé bíiinn aö missa þaö*, eða eg sé feigni-. Það
gerir ekkert til, krakkarnir fá þá reyturnar; þeir þurfa þess
sumir með,“ — Þaö var siður hjá afa mínum, að lesa hús-
lestur á föstunni. Þegar hann hafði sagt það, sem að framan ei'
slcráð, stóð hann upp og kallaði á fólkið, og las ])á lesturinn.
Á meðan hann las lésturinn, kom amma mín. Eftir lesturinn
lieilsaði afi minn ömmu minni og spurði hana, livaða leiö hún
hefðí komiíN. Hafðí þá verið farið með hana aðra leið, er hún
kom heim, en þá, sem hún fór, er lnin fór að lieiman. Þetta
var skömmu áður en amma mín dó.
í öðru sinni var eg staddur úti við, skamt frá bæjardyr-
unnm. Kemur þá afi minn út og kallar á vinnumann sinn,
sem Gunnlaugur hét, og biður liann að fara ofan að sjó og
*) Hér á porleifur við það, að hann hafi mist þessa sjón.