Morgunn - 01.06.1927, Page 119
M 0 R G U N N
113
sjá, kvort alt sé í lagi í naustinu; fara svo út í vík, sem þar
var skaint frá, og vita, kvort ekkert sé þar kvilct á feröinni.
Kallaði hann á eftir Gunnlaugi að muna sig' um aö vera ekki
lengi við naustið, lieldur fara strax út í víkina og dvelja þar
um stund, því að einhver skepna kynni aö hrekjast þangað
undan veðrinu. — Þaö greip mig forvitni að vita, hvernig
stæði á því, að afi minn vildi láta svipast eftir skepnum út í
vík; og ekki sízt, þar sem eg vissi, að allar slcepnur voru inni
í liúsum í Bjarnarliöfn. — Um morguninn var blíðviðri; en er
á daginn leið, gerði þoku, og um það leyti, sem Gunnlaugur
fór út í vílrina, var töluverð fannkoina og alllivast. Stundu
eftir að vinnumaður fór, kemur afi minn fram í bæjardyrnar
aftur og nemur þar staðar ofurlítið. Ileyrði eg hann þá segja:
„Ætli þeir fari eldíi að koma?“ Svo fór liann inn, en kemur
rétt strax lit og' gengur fram á hlaðvarpann, og var þá bros-
andi. Heyrði eg þá mannamál og sá, að Gunnlaugur kom með
fjóra menn með sér. Afi minn gekk á móti mönnunum og
heilsaði þeim blíðlega og sagði: „Það var mikið aö þið skyld-
uð rata.“ Kváðust þeir ekki myndu náð hafa mannabygðum,
•ef liann hefði ekki sent þennan mann, til þess að vLsa þeim
leiðina. Mig minnir að menn þessir væru af Skarðströndinni.
Höfðu þeir komiö á bát og viltust í þolíunni og hríðinni, og
hleyptu undan veðrinu síðast. Vissu þeir ekki, hvar þeir voru
niður komnir, er Gunnlaugur fann þá. Þeir höfðu verið á heim-
leið frá Stykkishólmi, en farið þetta iir leið. Aldrei höfðu þeir
komið til Bjarnarhafnar áöur.
Magnús Jónsson.
8