Morgunn - 01.06.1927, Page 122
116
M 0 R G U N N
prófessor Sigurður P. Sívertsen lítur vitanlega á þetta atriöi
eins og embættisbræður lians. Og svo eru til menn, sem tala
um, að síra Gunnar verði aö sjálfsögöu að víkja úr prest-
stööunni!
Ekki er fáfræðin svo blind hjá öllum afturhaldsköpp-
unum, að þeir lialdi, aö þaö hafi fyrst komið upp í heila síra
Gunnars Benediktssonar, aö sögurnar um meyjarfæðinguna
kynnu að vera varhugaverðar. Einn rithöfundurinn, sem hef-
ir orð fyrir afturhaldiö, ræðst á þessa leiðtoga í guðfræðileg-
um efnum, sem nefndir liafa verið hér aö framan, og heldur,
að íslenzlca kirkjan sé, fyrir framkomu ])eirra, „dæmalaus
kirkja'1. Auðvitað liefir liann enga liugmynd um, að sams
konar strauma, sem þeirra, er þeir hafa veitt inn í íslenzkt
þjóölíf, kenni í kirkjulífi annara þjóða. Og svo megn er
vanþekking þessa höfundar, að hann lieldur, að sú skoðun
síra Ilar. Níelssonar, að Ivristur liafi haft fortilveru á undan
þessu jarðneska lífi, sé runnin frá guðspekingum eða spírit-
istum! Hann virðist ekki þekkja annan eins stað eins og
Jóh. 17,5, þar sem Jesús hiður fööurinn að gjöra sig nú
dýrðlegan „með þeirri dýrð, sem eg haföi hjá þjer áður en
heimurinn var,“ né heldur sjálft kver síra Helga, sem ótví-
rætt kennir fortilveru Ivrists, þótt þaö orff komi þar ekki fyrir.
Og allri þessari vitleysu er haugað út yfir fólkið eins og
nauðsynlegri vörn fyrir trúnni á Jesúm Krist — sem enginn
gnðfræðingur hér á landi hefir gert minstu tilraun til að rýra.
. Þessi vaðall gersamlegra ófræddra manna er
Við hverju -
er að búast toluvert mem. 1 augum guðtræðmganna, ems
og biskups og háskólakennaranna, sem hafa
verulega þekking á rannsóknum og ályktunum hinna lærð-
ustu manna veraldarinnar í þessum efnum, hlýtur þessi um-
vöndunar-samsetningur að vera í meira lagi þreytandi. En
við hverju er aö húast? Fyrir nokkurum árum var merki
frjálslyndisins haldið hátt uppi af helztu mönnum íslenzkrar
kirkju. Þórhallur biskup Bjarnarson dró ekki neinar dulur
á skoðanir sínar í þeim efnuni. Prófessor Jón Helgason vann
að því af kappi og lærdómi að rvðja frjálslyndinu braut.
Prófessor Haraldur Níelsson samdi ágætar ritgeröir í sama