Morgunn - 01.06.1927, Síða 125
M ORGrUNN
119
úr gröfunum? En allir eru þeir látnir fullyrða þaö viö sér-
liverja jaröarför, sem fram fer í þessu landi.
_ .. . Allur þessi tvískinnungur veldur afskapleg-
Ruglingunnn 1 .
liuguin nianna. um 1 hugum ofroðra manna. Ekki
allsjaldan er það ískyggilegt, sem út úr þeim
kemur. Yér skulum taka eitt dæmi, sem gerðist fyrir fáum
•dögum. Kona liaföi lilustað á ræöu, sem þrungin var af n.ú-
tíðarhugsunum. Henni féll alt vel, sem hún fékk að lieyra —
nema eitt atriöi. Presturinn liafði vikið að skilningi nútíðar-
manna á ritningunni. Ilann hafði bent á, livernig þetta
mikilfenglega ritsafn lieföi orðið til, og varað menn við því
að telja |>að alt jafn-áreiðanlegt eða jafn-mikilvægt fyrir
sálarheill nútíðarmanna. Þetta fanst konunni ótækt að segja
alþýðu manna, gersamlega óverjandi að veikja trú manna á
ritninguna. Henni var bent á það, aö þetta kynni að vera
sannleikur — að minsta kosti væri þaö sannleikur í augum
prestsins. Hún gat ekki skilið, aö það skifti neinu máli.
Þó að það væri sannleikur — og hún vildi alls ekki fortaka,
að svo kynni aö vera — þá mætti með engu móti segja fólk-
inu þetta, af því að með þessu atfeidi væri veikt trúin á
ritninguna. Þessi kona er svo sem ekki nein undantekning.
Þetta er mjög algengur hugsunarháttur. Lengi*a er kirkjan
ekki komin inn í huga fjölda fólks með boðskap hans, sem
sagði, að sannleikurinn mundi gera mennina frjálsa, og taldi
konungstign sína fólgna í því, aö bera sannleikanum vitni.
Ef til vill er það Mrkjunnar þyngsta og ábyrgðarmesta yfir-
sjón, hve mjög hún hefir vanrækt að innræta mönnum lotn-
ingu fyrir sannleikanum. Og tvískinnungurinn í henni á
mildnn þátt í því. Það er engin leið fær önnur að viðunan-
legu takmarki en sú að standa við þann sannleika, sem menn
hafa komið auga á.
Margsinnis hefir á það verið bent í Morgwi,
lækningar l18® sé ekki eingöngu hér á landi, að
menn hafa fengið áhuga á svonefndum and-
legum lækningum. Sú alda fer um allan heim. Á Englandi,
til dæmis að taka, er hún mögnuð. Ritstjóri Morguns var við
guðsþjónustur í síðastliönum aprílmánuði í London.