Morgunn - 01.06.1927, Blaðsíða 131
MORQUNN
125
iiami ný bók, sem heitir Pheneas Speaks. „Pheneas“ er aðal-
stjórnandinn á sambandsfundunum, sem haldnir eru á heimili
Conans Doyle, og1 kona hans er miöillinn. Bókin er að mestu
skýrslur frá þessum heimilisfundum þeirra hjóna, og hún sýn-
ir, hve vndislegt og elskulegt samband þau hjónin lmfa fengið
við vernr úr öörum heimi. JSÍokkuö er þar af sönnunum, en
mestmegnis er þaö annars eölis, sem uppi er látið af því, er
þau hjónin hafa fengið viö þessar tilraunir.
I augum Conans Doyle er það trúarlega hliðin á spíri-
tismanum, sem skiftir langmestu máli. Hvers liöfum vér oröiö
vísari um fyrirætlanir guðs meö oss? Hvaö höfum vér fengiö
að vita um annan heim? Hvernig eigum vér að breyta, svo
að vér verðum sem hæfastir fyrir þá veröld, sem oss er ætlað
að fara inn í eftir andlátið ? Ilver áhrif hefir hin nýja þekk-
ing á afstöðu vora til guðs? Þessar og því líkar eru þær
spurningar, sem einkum fylla liuga lians, fremur en þær, sem
að vísindalegum rannsóknum lúta. Hann víkur ofurlítið að
þeirri spurningunni, sem hér er síðast talin, í formála fyrir
þessari nýju bók sinni, og kemst þar svo að orði:
„Yafalaust finst sumum mönnum, að sambandið við ver-
ur milli guðs og mannanna taki burt eittlivað úr fyllingu
þess samfélags, sem ætti að vera milli mannsins og guðs.
Þessi er rökfærslan, sem TJnítarar nota áhrærandi Krists-dýrk-
unina, og mér finst að þetta atriði beri að íhuga mjög alvar-
lega. En hugmyndin um Krist flytur guð, sem vér getum ekki
hugsað oss, inn fyrir landamæri hinnar takmörkuðu liugsunar
vorrar, og meö þessum hætti gerir hún oss unt að komast í
hugar-samband við einhverja ákveðna ímynd, í staðinn fyrir
óákveðið fálm sálarinnar. Eftir því sem eg lít á, má segja
það sama um allar þær háleitu verur, sem kunna að vera til
milli sjálfra vor og þess stigs, er Kristur stendur á. Þær eru
stigi g’uðs, sem alt af liggur upp á við, og lægsta þrepið er
alveg eins partur af heildinni eins og hæsta jirepið. Mótmæl-
endakirkjurnar höfnuðu gömlu dýrlingunum, og sjálfsagt
hafa margir þeirra átt það skiliö, að þeim væri liafnað. En
þær settu ekkert, í stað þeirra. Gamla hugmyndin um það, að
aðrir eins menn og Frans af Assisi, eða l'ineent de Paul, væru